Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 62
60
ÚRVAL
var ekki góð og honum var neit-
að um leyfi. 1 stað þess fór hann
til Grenoble í frönsku Ölpun-
um.
Á stríðsárunum fylgdi hann
Gyðingum og öðrum sem ofsótt-
ir voru af nazistum yfir landa-
mærin til Sviss. Þjóðverjar tóku
hann höndum, en hann slapp og
varð hetja í mótspyrnuhreyf-
ingunni, varð hann oftar en einu
sinni að nota byssu og hand-
sprengjur. Hann hlaut margvís-
lega viðurkenningu — heiðurs-
pening Frönsku heiðursfylking-
arinnar, Croix de Guerre
(Stríðskrossinn) og heiðurs-
pening mótspyrnuhreyfingar-
innar.
Með þennan glæsta feril að
baki gat ekki hjá því farið að
hann biði sig fram tií þings;
enda gerði hann það og var kos-
inn í fulltrúadeildina. Tilviljun
réði því að hann tók sér fyrir
hendur hjálparstarfsemi. Hann
bjó í gamaldags úthverfi,
Neuilly-Plaisance, þar sem hann
hafði fundið stórt hús á ekru
lands fyrir lága leigu. En það
voru engin kostakjör. Þakið íak,
það var ekkert rafmagn í því og
engar rúður í gluggum.
Abbé Pierre sat á þingi á
hverjum degi. Á kvöldin vann
hann að því að ditta að húsinu-
Seint á árinu 1949 var eitt sinn
barið að dyrum hjá honum. Um-
renningur stóð fyrir utan. Hann
var fyrrverandi fangi, nýkom-
inn frá Cayenne — fanganý-
lendu Frakka — þar sem hann
hafði afplánað 20 ára fangelsi
fyrir morð.
Abbé Pierre bauð honum inn
og spurði einskis. Þeir unnu
saman að smíðum og öðrum við-
gerðum. Annar maður kom að-
vífandi. Hann hafði verið dreg-
inn upp úr Signu eftir sjálfs-
morðstilraun. Fleiri bættust við:
tékkneskur flóttamaður, af-
dánkaður hnefleikakappi, kaup-
maður sem hafði séð betri daga
— alls urðu þeir 18. Þeir unnu
saman, átu saman. Vikulega
gaf Abbé þeim af þingfararkaupi
sínu. Hann kallaði þessa vaxandi
hjörð sína „Félagana frá Em-
maus“, eftir þorpi fyrir utan
Jerúsalem þangað sem lærisvein-
ar Krists höfðu farið eftir
krossf estinguna.
Loks keypti Abbé Pierre
gamlan herskála upp 4 lán. Fé-
lagarnir fluttu skálann á hina
rúmgóðu baklóð sína og settu
í hann gamla bedda og dýnur.
Tvö ár liðu. Árið 1951, þegar
Abbé Pierre var 39 ára, kom
dálítið fyrir.
Prestur í nálægri sókn fann
fjölskyldu sem hafðist við í
limgirðingu undir segldúk. Fað-
irinn vann í verksmiðju og kon-
an var með barni, auk þess áttu
þau lítinn dreng. Tvö börn
þeirra höfðu dáið þarna í lim-
girðingunni. Þessi hörmulegi at-
burður fékk mjög á Abbé Pierre
og hann flutti fjölskylduna til
bráðabirgða inn í kapellu sína.
„Þannig var það Drottinn,“
sagði hann, „sem færði heim-