Úrval - 01.10.1954, Side 63

Úrval - 01.10.1954, Side 63
ABBÉ PIERRE OG HÚSNÆÐISLEYSINGJARNIR 61 ilisleysingjunum fyrstu fórn- ina.“ Síðan ráku þeir félagar sam- an skúrkumbalda úr plönkum handa fjölskyldunni að búa í. Þetta var fyrsta húsið af mörg- um sem Abbé Pierre reisti. Það spurðist brátt meðal öreiga um allt Frakkland, að í nánd við París væri prestur, sem reisti hús fyrir fólk. Fjölskyldur tók að drífa að. Þær komu á reið- hjólum, aftan á vörubílum eða gangandi. Þær báðu ekki um peninga; aðeins um heimili. Húsnæðisskorturinn er geig- vænlegur í Frakklandi. Meira en 60% af íbúðarhúsum Parísar voru byggð fyrir fyrri heims- styrjöld. 1 opinberri skýrslu er sjötti hluti þeirra talin óhæfur til íbúðar. Nú tók Abbé Pierre til sinna ráða. Hálfrar stundar gang frá heimili sínu keypti hann tvær ekrur lands og fór að byggja. Til þess að veita fjöl- skyldunum skjól meðan þær biðu keypti hann gamla flutn- ingabíla, strætisvagn, íbúðar- vagna og vélarlausa vörubíla. Hann fletti í sundur gömlum olíubrúsum og notaði þá fyrir þakjárn. Af þessu hlaut íbúðar- hverfið nafnið Brúsaborgin. Þegar yfirvöldin reyndu að stöðva byggingarnar af því að leyfi vantaði, safnaði Abbé Pierre saman fæðingarvottorð- um fólksins, veifaði þeim fram- an í fulltrúana og sagði: „Þetta eru leyfin þeirra — leyfin sem veita þeim rétt til að lifa-“ Yf- irvöldin höfðust ekki frekar að. Hann keypti meira land og fleiri herskála — alltaf upp á lán. Árið 1951 var kjörtímabili hans á þingi lokið. Flokkur hans, M. R. P., gerði bandalag við aðra miðflokka í kosningmi- um. Abbé Pierre var þessu and- vígur, bauð sig fram sem óháður og féll. Nú hafði hann engar tekjur. Skuldirnar námu orðið milljónum franka og kaupmenn lokuðu fyrir lánsviðskipti við félagana. Kvöld eitt rétti einn félaginn Abbé Pierre 1000 franka (46 kr.). Hann hafði fengið þá fyrir tuskur, sem hann hafði safnað. Þarna var heiðarleg tekjulind, sem opin var öllum. Abbé Pierre fékk hverjum hinna 50 félaga poka til að safna í og síðan seldu þeir tuskurnar. Brátt var óhjákvæmilegt fyr- ir þá að fá vörubíl. Abbé Pierre bað til guðs um úrræði. Dag nokkurn gekk hann fram hjá út- varpsstöð og fór þangað inn. — Spurningaþátturinn „Tvöfalt eða ekkert“ var að byrja. Hann gerðist þátttakandi, vann 200 franka (9 kr.) með því að svara fyrstu spurningunni rétt, hélt síðan áfram þangað til hann hafði unnið sér inn 12800 krón- ur — nægilegt til að kaupa not- aðan vörubíl. Nú juku félagarnir söfnun sína. Þeir hirtu ónýt reiðhjól, klukkur og barnavagna, gerðu við þetta og seldu aftur. Þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.