Úrval - 01.10.1954, Page 65
TJr samnefndri bók eftir August Kubizek.
Fram 'til þessa hefur fátt verið vitað um unglingsár Hitlers.
En fyrir skömmu kom út bók eftir mann að nafni August
Kubizek, sem var náinn vinur Hitlers á unglingsárum hans frá 15
til 19 ára aldurs. Lýsing hans á Hi'tler er trúverðug og er mikils-
verð viðbót við þá persónulýsingu, sem til er fyrir af þessu
merkilega fyrirbrigöi í mannkynssögunni.
ADOLF HITLER lauk skóla-
námi í Steyr 1905, þá 16
ára gamall, og fór til Linz ásamt
móður sinni, sem var orðin
ekkja. 1 maí 1906 kom hann í
fyrsta skipti til Vín ásamt syst-
ur sinni. Hann hafði skamma
viðdvöl, en haustið 1907
hélt hann aftur til Vín til
þess að sækja um upptöku
í Listaháskólann, þar sem
hann ætlaði að leggja
stund á byggingarlist. ■—
Hann bjó í „heimili fyrir karl-
menn“ íMeldemannstrasse. Hann
fékk ekki inngöngu í skólann og
hvarf þá aftur til Linz til móð-
ur sinnar, sem hafði þá tekið
banasjúkdóm sinn. Eftir andlát
móðurinnar sneri hann aftur til
Vín í fehrúar 1908 og bjó þá
ásamt vini sínum August Kubi-
zek í Stumpergasse. Seinna flutti
hann aftur í Meldemannstrasse
og bjó þar öðru hvoru fram til
ársins 1913. Þá fór hann til
Miinchen, bersýnilega til að
komast hjá herþjónustu í aust-
urríska-ungverska hernum. Au-
gust Kubizek var sonur hús-
gagnabólstrara í Linz. Hann
kynntist Hitler 1904, en þeir
sóttu þá báðir reglulega óper-
una og keyptu sér báðir stæði.
Hann var 16 ára, en Hitler 15.
Kubizek segir, að næstu
fjögur árin hafi þeir verið
nánir vinir.
En þegar Kubizek kom
aftur til Stumperstrasse
eftir skamma fjarveru frá
Vín, var Hitler fluttur burt og
hafði ekki látið eftir sig neitt
heimilisfang.
I bók Kubizeks kynnumst við
því, hvernig Hitler, 16 ára gam-
all, félaus og án menntunar,
endurbyggir bæinn Linz í ímynd-
unarheimi sínum, eins og hann
raunar átti eftir að gera í veru-
leikanum mörgum árum síðar.
Aldrei var hann í vafa um, að
hann ætti eftir að koma þessu
hugarfóstri sínu í framkvæmd.
Við kynnumst hatri hans til
samfélagsins og til þeirra ein-