Úrval - 01.10.1954, Síða 66
64
■tfRVAL
staklinga, sem voru betur sett-
ir en hann, hinum dulvitaða ótta
hans, sem seinna átti eftir að
leiða hörmungar yfir milljónir
manna. Að ýmsu leyti mun hann
þó hafa breytzt. Upphaflega var
hann t. d. eldheitur friðarsinni,
svo ótrúlegt sem það kann að
virðast. „Hann lærði aldrei að
sætta sig við hlutskipti sitt,“
segir Kubizek í bók sinni, „hann
vildi það ekki. Hitler áleit, að
sá sem slægi af, fyrirgerði um
leið rétti sínum til að lifa.
Fyrstu frnidir.
„Hve þreyttur sem ég var eft-
ir vinnu mína á verkstæði föður
míns, gat ekkert aftrað mér frá
að fara í leikhúsið á kvöldin,“
skrifar Kubizek. „Ég hafði stæði
og tók mér oftast stöðu upp við
aðra súluna, sem bar uppi kon-
ungsstúkuna. Þar bæði sást og
heyrðist bezt.En upp á síðkastið
hafði ég tekið eftir, að hægri
súlan var jafnan upptekin þegar
ég kom. Ég virti hálfgramur fyr-
ir mér þennan keppinaut um
bezta stæðið. Hann var til-
takanlega fölur og magur og
virtist vera á aldur við mig.
Hann fylgdist með sýningunni
af brennandi áhuga. Ég gerði
ráð fyrir að hann væri frá heldri-
mannaheimili, því að hann var
alltaf snyrtilega klæddur og fá-
skiptinn. I einu hléi tókum við
tal saman um óperuna, og kom-
umst að raun um, að skoðanir
okkar voru mjög á einn veg.
Þetta var upphafið að vináttu
okkar. Ég komst að raun um,
að hann hafði alltaf nægan tíma
og spurði hann hvort hann hefði
ekki atvinnu. „Auðvitað ekki,“
svaraði hann stuttaralega, og ég
skildí, að hann hafði ekki hug
á neinu venjulegu starfi. Hann
stefndi hærra. Mig furðaði á
skoðunumhans á ýmsummálum,
en varaðist að spyrja, því að ég
tók eftir að hann móðgaðist af
spurningum, sem voru honum
ekki að skapi.
I stað þess ræddum við um
óperuna „Lohengrin“, sem við
vorum báðir mjög hrifnir af.
Þegar ég vék talinu að skóla-
göngu,varð ég í fyrsta skiptivar
við skapofsa hans. Hann kærði
sig ekki um að ganga í skóla,
sagði hann. Hann hataði kenn-
arana og var hættur að heilsa
þeim. Skólafélaga sína hataði
hann einnig. Fjölskyldu sína. tal-
aði hann sjaldan um, en sagði
að hyggilegast væri að eiga sem
minnst saman að sælda við full-
orðið fólk. Það hefði svo und-
arlegar skoðanir og gæti koll-
varpað ráðagerðum manns. Mér
virtist sem honum væri lítið um
alla ættingja sína gefið nema
móðurina.
Ég var hæglátur og aðgerðar-
lítill að eðlisfari, nánast dreym-
inn, en Adolf var ákafamaður
og fullur skapofsa. Hann gat
rokið upp út af smámunum, og
var ofsinn oftast ekki í neinu
hlutfalli við tilefnið. Mér varð
brátt ljóst, að ef vinátta okkar
ætti að vara, yrði ég að vera