Úrval - 01.10.1954, Page 67

Úrval - 01.10.1954, Page 67
UNGLINGSÁR HITLERS 65 þolinmóður áheyrandi. Hann hélt langar ræður um mál sem ég hafði engan áhuga á, hvort heldur það var nú brú yfir Duná eða happdrætti til styrktar góð- gerðastarfsemi. Áhugaleysi mitt lét hann sig engu skipta. Hon- um nægði að einhver hlustaði á hann. Ég furðaði mig oft á því hve ákafa ræðumannstil- burði hann notaði yfir einum áheyranda. En við þessar ræð ur mun hafa slaknað á spennu í sál hans. Hann hafði líka frá- bæran talanda. Ég gleymi því t. d. aldrei hvernig honum tókst að telja föður minn á að sleppa mér úr verkstæðinu og leyfa mér að fara til Vínar til náms við tónlistarskólann þar. Þegar þess er gætt, að faðir minn var mesti þráhaus, var þetta mikill sigur fyrir mælsku Hitlers. Við bjuggum saman í Vín, og á hverju kvöldi lagði hann bux- urnar sínar í pressu undir dýn- una til þess að geta farið í ný- pressaðar buxur að morgni. Eina hreyfingin sem hann kærði sig um, var að ganga. Hann fór gangandi allt sem hann fór, og jafnvel inni í herberginu gat hann gengið fram og aftur tím- um saman án þess að þreytast. Hitler verðiir ástfanginn. Ég var eina vitnið að því, þeg- ar Hitler varð ástfanginn í fyrsta sinn, að stúlkunni sjálfri frátalinni. Sú ást entist í fjögur ár. Stefanie hét hún og var einu eða tveim árum eldri en Adolf. Hún giftist seinna liðsforingja og lifir nú sem ekkja í Vín. Kvöld eitt vorum við á gangi í Landstrasse þegar Adolf greip allt í einu í handlegginn á mér og benti mér á stúlku, sem var í fylgd með móður sinni. ,,Ég er ástfanginn af henni,“ sagði hann. Stefanie var ljóshærð og grönn, með falleg augu. Hún var ljómandi vel klædd og allt benti til að hún væri frá ríku heimili. Kvöldgöngur í Land- strasse tíðkuðust mjög um þess- ar mundir í Linz. Piltarnir fengu oft tækifæri til að gefa stúlk- unum hýrt auga, og það voru margir ungir liðsforingjar, sem kunnu þá list og gerðu hosur sínar grænar fyrir Stefanie. Þetta gramdist Adolf, sem ekki gat á neinn hátt keppt við hina ungu lautinanta í glæsilegum einkennisbúningum. Reiði hans beindist að liðsforingjastéttinni og hernum í heild. Stefanie hafði ekki hugmynd um hve ástfang- inn hann var af henni. Stund- um brosti hún blítt til hans, og þá var Alolf í sjöunda himni það sem eftir var dagsins, en stundum horfði hún kuldalega á hann eða leit ekki við honum, og þá var hann í öngum sínum. Adolf samdi ótal ástarljóð um þessar mundir. Stefanie náði æ meiri tökum á honum, þó að þau töluðust aldrei við. Eitt var það, sem olli honum angurs: Stefanie hafði yndi af að dansa. Það kom ekki heim við mynd hans af henni. ,,Þú verður að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.