Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 67
UNGLINGSÁR HITLERS
65
þolinmóður áheyrandi. Hann
hélt langar ræður um mál sem
ég hafði engan áhuga á, hvort
heldur það var nú brú yfir Duná
eða happdrætti til styrktar góð-
gerðastarfsemi. Áhugaleysi mitt
lét hann sig engu skipta. Hon-
um nægði að einhver hlustaði
á hann. Ég furðaði mig oft á
því hve ákafa ræðumannstil-
burði hann notaði yfir einum
áheyranda. En við þessar ræð
ur mun hafa slaknað á spennu
í sál hans. Hann hafði líka frá-
bæran talanda. Ég gleymi því
t. d. aldrei hvernig honum tókst
að telja föður minn á að sleppa
mér úr verkstæðinu og leyfa mér
að fara til Vínar til náms við
tónlistarskólann þar. Þegar þess
er gætt, að faðir minn var mesti
þráhaus, var þetta mikill sigur
fyrir mælsku Hitlers.
Við bjuggum saman í Vín, og
á hverju kvöldi lagði hann bux-
urnar sínar í pressu undir dýn-
una til þess að geta farið í ný-
pressaðar buxur að morgni. Eina
hreyfingin sem hann kærði sig
um, var að ganga. Hann fór
gangandi allt sem hann fór, og
jafnvel inni í herberginu gat
hann gengið fram og aftur tím-
um saman án þess að þreytast.
Hitler verðiir ástfanginn.
Ég var eina vitnið að því, þeg-
ar Hitler varð ástfanginn í
fyrsta sinn, að stúlkunni sjálfri
frátalinni. Sú ást entist í fjögur
ár. Stefanie hét hún og var einu
eða tveim árum eldri en Adolf.
Hún giftist seinna liðsforingja
og lifir nú sem ekkja í Vín.
Kvöld eitt vorum við á gangi
í Landstrasse þegar Adolf greip
allt í einu í handlegginn á mér
og benti mér á stúlku, sem var
í fylgd með móður sinni. ,,Ég er
ástfanginn af henni,“ sagði
hann. Stefanie var ljóshærð og
grönn, með falleg augu. Hún
var ljómandi vel klædd og allt
benti til að hún væri frá ríku
heimili. Kvöldgöngur í Land-
strasse tíðkuðust mjög um þess-
ar mundir í Linz. Piltarnir fengu
oft tækifæri til að gefa stúlk-
unum hýrt auga, og það voru
margir ungir liðsforingjar, sem
kunnu þá list og gerðu hosur
sínar grænar fyrir Stefanie.
Þetta gramdist Adolf, sem ekki
gat á neinn hátt keppt við hina
ungu lautinanta í glæsilegum
einkennisbúningum. Reiði hans
beindist að liðsforingjastéttinni
og hernum í heild. Stefanie hafði
ekki hugmynd um hve ástfang-
inn hann var af henni. Stund-
um brosti hún blítt til hans, og
þá var Alolf í sjöunda himni
það sem eftir var dagsins, en
stundum horfði hún kuldalega á
hann eða leit ekki við honum,
og þá var hann í öngum sínum.
Adolf samdi ótal ástarljóð um
þessar mundir. Stefanie náði æ
meiri tökum á honum, þó að
þau töluðust aldrei við. Eitt var
það, sem olli honum angurs:
Stefanie hafði yndi af að dansa.
Það kom ekki heim við mynd
hans af henni. ,,Þú verður að