Úrval - 01.10.1954, Page 68

Úrval - 01.10.1954, Page 68
66 ÚRVAL læra að dansa,“ sagði ég, og það varð eitt af erfiðustu vandamál- um hans. Hann kom með lang- ar og ítarlegar skýringar á óbeit sinni á dansi og dag nokkurn kvaðst hann vera búinn að taka ákvörðun: hann ætlaði að nema Stefanie á brott. „Og hvernig hefurðu hugsað þér að sjá fyrir henni?“ spurði ég hluttekning- arlaust. Við þessa spurningu sljákkaði í honum og ekkert varð úr ráðagerðinni, enda var Ste- fanie bersýnilega í vondu skapi um þessar mundir og leit ekki við honum. „Ég get ekki afborið þetta, ég vil binda enda á það!“ hrópaði Adolf. Það var í fyrsta, og að því er ég bezt veit, í síð- asta skipti sem Adolf hugleiddi í alvöru að fremja sjálfsmorð. Hann trúði mér fyrir því, að hann ætlaði að drekkja sér í Duná. Og Stefanie átti að deyja með honum, því varð ekki hagg- að. — Skömmu eftir þetta var hald- in blómahátíð í Linz og Stefanie hafði skreytt vagn sinn með val- múum, baldursbrám og korn- blómum. Þegar hún kom auga á Adolf, tók hún eitt blóm og sendi honum heillandi bros um leið og hún kastaði því til hans. Aldrei hef ég séð Adolf jafnsæl- an og á þeirri stundu. Þegar vagninn var kominn framhjá, hrópaði hann til mín: „Hún elsk- ar mig! Þarna sérðu, hún elskar mig!“ En hann hafðist ekkert að. Adolf talar um örlög sín og þjóðar sinnar. Kvöld eitt sáum við í fyrsta skipti óperuna Rienzi eftir Wag- ner. Við fylgdumst með Rienzi sem þjóðhetju og alþýðuleiðtoga og vorum vitni að falli hans. Hrifning okkar átti sér engin takmörk. Eftir sýninguna geng- um við lengi. Adolf stefndi út fyrir borgina. Eg fylgdi honum alla leið til Freinbergf jalls. Hann gekk með hendurnar í vösunum, fölur og án þess að mæla orð af vörum alla leiðina. Hann gekk upp f jallið, eins og knúinn áfram af ósýnilegum mætti. Þegar við vorum komnir upp á tindinn, greip hann hendur mínar. Það hafði hann aldrei gert áður. Það var eins og hitasóttargljái í aug- um hans. Hann hóf máls, hás og hikandi í fyrstu, en smám saman varð honum liðugra um tungutak. Ég hafði aldrei heyrt hann tala þessu lxkt fyrr. Ég get ekki endurtekið allt það sem hann sagði, en ég tók eftir, að það var ekki eins og hann hrif- ist með af orðum sínum. Þvert á móti, það var eins og hann hlustaði undrandi á orðaflaum- inn, sem flæddi af munni hans, eins og einhver annar talaði í gegnum hann. Án þess að nefna nafn Rienzis yfirfærði hann hina rómantísku hetju á sjálfan sig og ætlunarverk sín. Það var eins og ópei’usýningin hefði knú- ið fram ræðuna, sem hann hélt nú yfir mér. Hann dró í stór’- um dráttum upp mikilfenglega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.