Úrval - 01.10.1954, Page 70
68
ÚRVAL
ekki tekizt að tengja saman. Ég
var mjög varkár í dómi mínum
og sagði, að temun væru góð,
en það nægði ekki til að semja
óperu, og bauðst til að veita
honum nauðsynlega undirstöðu-
fræðslu.
„Ertu vitlaus!" sagði hann
æfur. „Til hvers? Þú getur bara
skrifað niður nákvæmlega það
sem ég spila!“ Daginn eftir hellti
hann yfir mig úr skálum reiði
sinnar af því að ég hefði farið
út „meðan hann var í miðri óper-
unni“. Hann hefði keypt nótna-
blöð, og nú gætum við byrjað
að vinna. Það var erfitt að fylgja
honum eftir, því að hann hélt
sér ekki einu sinni við sömu tón-
tegund. Ég varð að skýra þetta
fyrir honum, en þá sagði hann
bara: „Hvor er tónskáldið, þú
eða ég?“
Okkur miðaði ögn áfram, en
alltof hægt, að honum fannst.
Og þegar ég spilaði það, sem ég
hafði skrifað, var hann alltaf
óánægður og kenndi mér um.
Að lokum komst hann að þeirri
niðurstöðu, að bezt væri að
semja óperuna fyrir forngerm-
önsk hljóðfæri, gamlar trumbur,
flautur og lúðra. Ég lét í ljós
efa um, að slík ópera yrði öðr-
um til ánægju en höfundinum
sjálfum, en hann hélt ótrauður
áfram að gera frumdrög að per-
sónunum, skipta atburðarásinni
í þætti, lýsa sviðsútbúnaði og
búnrngum o. s. frv.
Ég veit ekki hvað varð af
þessari merkulegu óperu. Er frá
leið, gerðist hann æ fátalaðri
um hana, unz hann hætti að lok-
um alveg að minnast á hana.
Ég þekkti Adolf það vel, að ég
taldi ráðlegast að spyrja einskis.
Þegar ég kom aftur til Vín eftir
skamma dvöl heima, var hann
fluttur án þess að láta neitt um
sig vita. Það liðu mörg ár áður
en ég sá hann aftur.
FaSir var að ræða við son sinn um alvöru lífsins og fram-
tíðina. „Mundu það, sonur," sagði faðirinn, ,,að við lifum á tim-
um sérfræðinnar og sérfræðinganna. Maður verður að kunna
eitthvað sérstakt til að komast áfram. Er t. d. nokkuð sem þú
getur betur en allir aðrir?“
,,Já,“ svarar piltur. „Ég get lesið skriftina mína betur en
allir aðrir.“
„Mannsheilinn er furðulegt sköpunarverk. Hann byrjar að
starfa um leið og maður fæðist — og hættir ekki fyrr en maður
stendur upp til að halda ræðu.“
Maurice Chevalier.