Úrval - 01.10.1954, Page 74
Asbestið, þessi undarleg-a þráðarkennda
bergtegund hefur stundum
verið kölluð —
„Klettabómull^.
Grein úr „American Mercury",
eftir Edwin J. Becker.
| KRINGUM 1880 bjó í Que-
•*- becfylki í Kanada bóndi að
nafni Charles Webb. Webb hafði
mikið erfiði og þungar áhyggj-
ur af búskap sínum. Akrar hans
og engi spruttu illa, jarðvegur-
inn var grunnur og undir honum
var klöpp, undarleg að gerð.
Hún var eins og gerð úr ótal
þráðum, en þó svo viðnáms-
sterk, að ógerlegt var að vinna
á henni. Olli hún því að næstum
ógerlegt var að plægja landið.
Að lokum gafst bóndi upp við
að rækta mikinn hluta þess og
gerði það að bithaga handa kún-
um.
Kvöld eitt var Webb staddur
í veitingastofu sveitarinnar og
sagði þar frá erfiðleikum sínum.
Evans Williams, sem vann í
þakhellunámu, heyrði á tal
hans og ákvað að athuga þessa
undarlegu klöpp. Sú athugun
leiddi í ljós, að hér var um as-
best að ræða — þetta undarlega,
eldfasta efni, sem hægt er að
vefa úr.
Williams sá að hér mundi
vera arðsvon. Sjálfur var hann
févana, en hann sneri sér til
auðugs bónda í sveitinni Jeff-
rey að nafni, og árið 1881 var
hafin asbestvinnsla í þrem litl-
um námum þarna í sveitinni. I
stað þess að rækta hey og korn
tóku bændur nú að framleiða
það, sem þeir nefndu „kletta-
bómull“.
Námuvinnsla Jeffreys var
næsta frumstæð. Klöppin var
sprengd og höggvin í grunnum
gryfjum. Einn hestur var not-
aður til að knýja vinduna, sem
dró grjótið upp úr og gekk hann
stöðugt í hring.
Hvernig hefur þetta undar-
lega berg orðið til? Það er ekki
fyllilega ljóst. Að sjálfsögðu
hefur það eins og aðrar bergteg.
undir myndast við gos og lík-
lega hefur vatnsgufa átt ein-
hvern þátt í þessari sérkenni-
legu gerð þess. Þegar við skoð-
um mola af þessu grængyllta
bergi, sjáum við að hann er þétt-
settur æðum, sem liggja sitt á
hvað. Þessar æðar eru aspest-
þræðirnir. Við fyrstu sýn mætti
virðast sem hér væri um stein-
gert efni að ræða líkt og kol.
En svo er ekki, þetta er hrein