Úrval - 01.10.1954, Side 76
74
ÚKVAL
en milljón pund af járni og stáli
fóru til að búa hana til. Vagn-
skýlið eitt gæti rúmað tvö einn-
ar hæðar hús með risi.
Nærri því á hverjum degi
kljúfa þrjár til fimm dynamit-
sprengingar hundruð lesta af
bergi í gryfjunni. Eftir spreng-
inguna fara menn niður til að
tína lengstu asbestþræðina úr
mulningnum. Það eru þræðirnir,
sem notaðir eru í vefnað. Aðrir
þræðir fara í risastórar kvarnir
þar sem grjótið er mulið eins og
það væri eggjaskurn. Tugir lesta
á klukkustund. Mölunin er end-
urtekin hvað eftir annað, en
eftir hverja mölun er mulning-
urinn látin fara út á geysistórt,
titrandi bretti, einskonar síu.
Yfir henni er ferleg ryksuga,
sem sýgur upp asbestþræðina,
en grjótið, sem eftir er, hripar
niður um síuna.
Asbest er til margra hluta
nytsamlegt og má segja að
flestir hafi þess einhver not.
Það einangrar ágætlega, bæði
rafmagn og hita og er mikið
notað til hvors tveggja. Notkun
þess er alltaf að aukast og á án
efa eftir að vaxa mikið enn. —
Það er t. d. notað við hljóð-
einangrun, í bremsuborða, fatn-
að (handa slökkviliðsmönnum
t. d.), utanhússplötur, seglstög,
bókarspjöld, umbúðir, pappír,
þakefni, kaðla, þakplötur, þil-
plötur, gólfflísar, pípur, ein-
angrunarplötur, járntjöld í leik-
húsum og ótal margt fleira.
Það er ekki ýkjalangt síðan
bóndinn Charles Webb var að
bölva klöppinni í landi sínu. Síð-
an hafa milljónir lesta af
,,klettabómull“ verið unnar þar
úr jörðu og enn bíður meginið
af þessari dýrmætu ,,bómull“
þess að vera hagnýtt. Segja má,
að íbúar Asbestos í Quebec vinni
allra manna mest að því að
treysta eldvarnirnar í heimin-
um.
□---O *
KVENN AMEÐFÆRI.
Maður nokkur ætlaði að kaupa reiðhest handa konunni sinni.
Honum leizt vel á einn. gæðinginn, en hann var dálítið stífur í
taumi og var maðurinn því ekki viss um, að hann væri kvenna-
meðfæri. Hann leitaði ráða hjá reyndum hestamanni og spurði
hann hvort hann héldi að kvenfólk gæti ráðið við þennan hest.
„Það tel ég víst,“ sagði hestamaðurinn, en bætti svo við eftir
nokkra umhugsun: ,,En ég vildi ekki vera giftur þeirri konu.“
— Allt.