Úrval - 01.10.1954, Page 78
76
TJRVAL
en hjónabandið er aldrei fram-
kvæmt. Eftir þrjá daga er kom-
ið á formlegum skilnaði og mað-
urinn er leystur út með gjöfum
og er þar með úr sögunni.
Seinna, þegar dæturnar eru full-
vaxta, geta þær tekið upp mis-
jafnlega varanlegt samband við
karlmenn. En þessir menn fá
aldrei eiginmannsréttindi, því
að samkvæmt lögum Hindúa má
kona ekki ganga nema í eitt lög-
formlegt hjónaband á ævinni.
Þessir elskhugar hafa enga
stöðu á heimilinu, ekkert vald
yfir börnum sínum og engar
f járhagsskyldur gagnvart þeim.
Hinn raunverulegi húsbóndi
fjölskyldunnar er elzti bróðir
konunnar. Og ef nokkur maður
er talinn löglegur faðir barna
hennar, þá er það maðurinn, sem
hún giftist í bernsku.
Þetta er þó ekki öll saga
Nayarahjónabandsins. Jafn-
framt því sem Nayarakonur
taka sér Nayaraelskhuga mega
þær velja sér maka meðal ungra
sona Nambutiri Brahma, sem
búa í nágrenninu. Þessir Brahm-
ar hafa mjög ströng erfðalög,
aðeins elzti sonurinn hlýtur arf,
og honum einum er heimilt að
kvænast og eignast börn; yngri
bræðrum hans er bannað að
kvænast. Þannig er samband
milli Nayarakonu og yngri
Brahmasonar í rauninni sam-
band milli fráskilinnar konu
sem ekki má giftast aftur og
manns sem dæmdur er til að
lifa í einlífi! Eru þetta vissulega
undarlegar aðstæður til uppeld-
is barna.
Næstum allir hjúskaparhættir
vorir eiga sínar undantekningar
einhversstaðar í heiminum, og
nægir sú staðreynd til að gera
að engu þá barnalegu hjátrú
vora, að hjúskaparhættir vorir
séu hinir einu nátturlegu. Er
„náttúrlegt11 að rekja ættir í
karllegg? Hjá Zuni-Indíánunum
í Mexíko, og fleiri þjóðflokkum,
er ættin rakin í kvenlegg. Með
því að móðerni er miklu augljós-
ari líffræðilegur skyldleiki en
faðerni, er gildari ástæða til að
ætla það „náttúrlegra" að rekja
ættir í kvenlegg og að ættrakn-
ing í karllegg sé síðar til fund-
in.
Erum vér enn þeirrar skoðun-
ar, að eðlilegt sé, að elzti sonur
erfi bróðurpartinn af eignum
föðurins? Það er rétt, að þessi
siður er algengur. En hið gagn-
stæða er líka til, að yngsti son-
urinn erfi föðurinn. Það er al-
gengt hjá ýmsum hirðingjaþjóð-
flokkum í Síberíu. Þegar eldri
synirnir ná fullorðins aldri gef-
ur faðirinn þeim hluta af hrein-
dýrahjörð sinni sem greiðslu
fyrir hjálp þeirra og þeir flytja
burt og leita sér annars staðar
að beitilandi handa hjörð sinni.
Yngsti sonurinn verður eftir hjá
föðurnum og eftir því sem fað-
irinn eldist flytjast bústörfin í
auknum mæli á herðar sonarins
og verður það því að teljast eðli-
legur gangur, að búið falli í
hans skaut þegar faðirinn fellur