Úrval - 01.10.1954, Síða 79
ÝMIS AFBRIGÐI HJÖNABANDS
77
frá, enda telja Síberíumenn það
bæði óumflýjanlegt og réttlátt.
Teljum vér sjálfsagt, að
lijónabandssáttmáli — hvort
heldur um er að ræða einkvæni
eða tvíkvæni — sé í gildi meðan
bæði eru á lífi ? 1 Tíbet, Etyópíu,
og einnig sumsstaðar í íran og
Arabíu er algengt að stofna til
tímabundinna hjónabanda. Hjá
Shi’ah Múhameðstrúarmönnum
getur það verið bundið við aðeins
einn mánuð eða jafnvel einn dag,
en börn sem af því kunna að
fæðast eru skilgetin og hafa
erfðarétt frá föðurnum. Þessi
tegund hjónabands er einkum
tíð meðal farandkaupmanna í
Norður-Afríku, sem eru lang-
tímum fjarri hinum föstu heim-
ilum sínum.
Teljum vér óumflýjanlegt, að
valdið yfir börnunum sé í hönd-
um foreldranna, sem gátu þau?
Ekki er sá siður vor tíðkaður
allsstaðar. Á Andamaneyjum í
Bengal-flóa er það siður að barn
er tekið í fóstur, fyrst af ein-
um foreldrum, síðan af öðrum,
og svo koll af kolli unz uppal-
endur þess eru orðnir næstum
allir fullorðnir í ættflokknum. Á
Samoaeyjum í Kyrrahafi lifa
margar fjölskyldur saman á
einu stóru heimili, og hefur hús-
bóndi heimilisins vald yfir öllum
börnum heimilisins, en ekki hin-
ir eiginlegu feður þeirra.
Á Trobriandeyjum í Kyrrahafi
hlýðir drengur ekki hinum eig-
inlega föður sínum heldur móð-
urbróður. Því að eyjaskeggjar
eru þeirrar undarlegu trúar, að
það sern við köllum faðerni sé
ekki til. Eini karlmaðurinn, sem
talinn er í blóðtengslum við
drenginn er móðurbróðir hans,
af því að rnóðir hans og móður-
bróðir eiga sömu móður (móð-
urörnmu drengsins); faðirinn er
hinsvegar aðeins eiginmaður
móður drengsins og því ekki tal-
inn tengdur honum blóðböndum.
Virðist oss óumflýjanlegt, að
karlmaðurinn hafi fjárhagsleg-
ar skyldur gagnvart konu sinni
og börnum? Á Trobriandeyjum
er virðing manns metinn eftir
því hve mörgum yam (rótará-
vöxtum) hann getur safnað fyrir
framan hús — ekki eiginkonu
sinnar, heldur systur. Þar er
bróðir talinn „náttúrlegur" og
æfilangur verndari systur sinn-
ar — því að er hann ekki tengd-
ur henni blóðböndum? Á hinn
bóginn verður kona hans að
vera honum óskyld og svo eru
börn hans einnig talin. Hygginn
maður á Trobriand mundi þann-
ig sækjast eftir að ná sér í konu,
sem ætti enga systur en marga
bræður.
Oss finnst eðlilegt, að foreldr-
ar veiti börnum sínum efnahags-
legan stuðning ef þörf gerist, en
það er ekki allsstaðar svo. Meðal
Mentaweia í Indónesíu t. d. er
hjónabandið hálftrúarleg staða
fyrir karlmanninn. Margir menn
hafa ekki ráð á að kvænast fyrr
en seint á ævinni, ef þeir hafa
þá nokkurntíma ráð á því, því
að húsbóndi heimilisins verður