Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 79

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 79
ÝMIS AFBRIGÐI HJÖNABANDS 77 frá, enda telja Síberíumenn það bæði óumflýjanlegt og réttlátt. Teljum vér sjálfsagt, að lijónabandssáttmáli — hvort heldur um er að ræða einkvæni eða tvíkvæni — sé í gildi meðan bæði eru á lífi ? 1 Tíbet, Etyópíu, og einnig sumsstaðar í íran og Arabíu er algengt að stofna til tímabundinna hjónabanda. Hjá Shi’ah Múhameðstrúarmönnum getur það verið bundið við aðeins einn mánuð eða jafnvel einn dag, en börn sem af því kunna að fæðast eru skilgetin og hafa erfðarétt frá föðurnum. Þessi tegund hjónabands er einkum tíð meðal farandkaupmanna í Norður-Afríku, sem eru lang- tímum fjarri hinum föstu heim- ilum sínum. Teljum vér óumflýjanlegt, að valdið yfir börnunum sé í hönd- um foreldranna, sem gátu þau? Ekki er sá siður vor tíðkaður allsstaðar. Á Andamaneyjum í Bengal-flóa er það siður að barn er tekið í fóstur, fyrst af ein- um foreldrum, síðan af öðrum, og svo koll af kolli unz uppal- endur þess eru orðnir næstum allir fullorðnir í ættflokknum. Á Samoaeyjum í Kyrrahafi lifa margar fjölskyldur saman á einu stóru heimili, og hefur hús- bóndi heimilisins vald yfir öllum börnum heimilisins, en ekki hin- ir eiginlegu feður þeirra. Á Trobriandeyjum í Kyrrahafi hlýðir drengur ekki hinum eig- inlega föður sínum heldur móð- urbróður. Því að eyjaskeggjar eru þeirrar undarlegu trúar, að það sern við köllum faðerni sé ekki til. Eini karlmaðurinn, sem talinn er í blóðtengslum við drenginn er móðurbróðir hans, af því að rnóðir hans og móður- bróðir eiga sömu móður (móð- urörnmu drengsins); faðirinn er hinsvegar aðeins eiginmaður móður drengsins og því ekki tal- inn tengdur honum blóðböndum. Virðist oss óumflýjanlegt, að karlmaðurinn hafi fjárhagsleg- ar skyldur gagnvart konu sinni og börnum? Á Trobriandeyjum er virðing manns metinn eftir því hve mörgum yam (rótará- vöxtum) hann getur safnað fyrir framan hús — ekki eiginkonu sinnar, heldur systur. Þar er bróðir talinn „náttúrlegur" og æfilangur verndari systur sinn- ar — því að er hann ekki tengd- ur henni blóðböndum? Á hinn bóginn verður kona hans að vera honum óskyld og svo eru börn hans einnig talin. Hygginn maður á Trobriand mundi þann- ig sækjast eftir að ná sér í konu, sem ætti enga systur en marga bræður. Oss finnst eðlilegt, að foreldr- ar veiti börnum sínum efnahags- legan stuðning ef þörf gerist, en það er ekki allsstaðar svo. Meðal Mentaweia í Indónesíu t. d. er hjónabandið hálftrúarleg staða fyrir karlmanninn. Margir menn hafa ekki ráð á að kvænast fyrr en seint á ævinni, ef þeir hafa þá nokkurntíma ráð á því, því að húsbóndi heimilisins verður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.