Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 80

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 80
78 ÚRVAL að hætta öllum arðbærum störf- um vegna hinnar hálfheilögu stöðu sinnar. Efnahagsleg ábyrgð er að sjálfsögðu algengur þáttur hjónabandsins, en hún tekur á sig ýmsar myndir. Meðal Bantú- negra í Austur-Afríku leitast karlmaðurinn við að ná sér í eins margar konur og hann get- ur, af því að konurnar vinna mest að landbúnaðarstörfum og þessvegna er eiginkonan arðbær eign. Konurnar kunna þessu vel. Vinur minn Akiki Nyabonga, prins af Uganda, skýrði þetta þannig, að kona geti borið höf- uðið hærra sem ein af mörgum eiginkonum efnaðs manns, held- ur en ef hún væri eina kona fá- tæks manns. I vestrænum þjóðfélögum skipar karlmaðurinn stöður þjóðfélagsins og þessvegna er það mesta áhugamál konunnar og foreldra hennar að hún fái gott gjaforð. En hjá Pondo- negrum í Suður-Afríku er það móðirin, sem mest hugsar um að gifta syni sína — og það helzt sem oftast. Ástæðan er sú, að tengdadæturnar eru vinnu- lið undir stjórn móðurinnar og auka þannig virðingu hennar, stöðu og eignir. Víða um heim giftist konan að nokkru leyti til þess að láta manninn sjá fyrir sér og börn- um sínum. En algengt er að heyra gamla Indíána í Banda- . ríkjunum halda því fram, að maðurinn kvænist til að láta konuna sjá fyrir sér. Efnahagsmálin eru einnig augljós þáttur í hjónabandi Eskimóa. I hinu harðbýla landi þeirra er einstaklingurinn ekki vel settur. Samhent hjón eru traustasta stoðin til að byggja á. Á löngum veiðiferðum er manninum brýn nauðsyn að hafa konu til að tyggja fyrir sig stígvélin, gera við skinnklæðin og þjóna sér að öðru leyti. Ein- kvæni er þannig föst regla, og meira en það; maðurinn á kon- una og ræður alveg yfir henni. Ekki er fátítt að hann láni konu sína manni sem er að fara í veiðiför, ef kona hans getur ekki farið, vegna þess að hún á von á barni eða af öðrum ástæðum. Þetta finnst hvítum mönnum lauslæti. En það er í rauninni hið gagnstæða. Af því að mað- urinn á konu sína, má hann ráð- stafa blíðu hennar eins og hon- um sýnist. Ef konan fer burt með manni án leyfis manns síns, refsar hann henni með því að berja hana; en hann myndi al- veg eins berja hana ef hún neit- aði fyrirskipun hans um að fara með manni, sem hann hef- ur lánað hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.