Úrval - 01.10.1954, Page 83

Úrval - 01.10.1954, Page 83
ANTON TJEKOV 81 nítjándu aldar, þá var skólavist ekki kostnaðarsöm, og þrátt fyrir fjárhagsörðugleika Paviels Tjekovs, setti hann alla syni sína til náms í framhaldsskóla. Anton var duglegur námsmað- ur, en skilyrðin til lesturs heima voru ekki sem ákjósanlegust, og sat hann af þeirri ástæðu tvisv- ar eftir í bekk á menntaskóla- árum sínum. Þegar Anton var 14 ára gamall, tók hann að læra skraddaraiðn ásamt bóknáminu, en hætti þeirri iðn eftir eitt ár. Þegar Anton var 16 ára, varð faðir hans gjaldþrota og varð að fara frá Taganrog á laun, en í þeirri borg hafði fjölskyldan búið. Paviel Tjekov tók konu sína og yngri börnin með sér og hélt til Moskvu, þar sem tveir eldri synirnir stunduðu nám. — Anton varð eftir og átti að ljúka skólanámi sínu í Taganrog. Það er eftirtektarvert hve ört Anton þroskaðist á þessu tíma- bili, þegar hann varð að sjá um sig sjálfur og vinna að mestu leyti fyrir sér með tímakennslu. Honum sóttist námið betur en áður og varð auk þess ritstjóri skólablaðsins, en í það skrifaði hann aðallega gamanþætti. Um þennan öra þroska ber vitni bréf, sem hann skrifaði yngra bróður sínum, Mikail, þegar hann var 16 ára. Hann ávítar Mikail fyrir að skrifa undir bréf sitt „þinn lítilmótlegi litli bróðir“. ,,Ég kann ekki við þessa lýsingu þína á sjálfum þér. Þú getur játað lítilmótleik þinn frammi fyrir guði, fegurð- inni, náttúrunni, en frammi fyr- ir mönnunum verður þú að halda á lofti mannlegum virðu- leik þínum. Ég geri ráð fyrir að þú sért heiðarlegur maður, ekki þorpari. Þessvegna átt þú að virða heiðarleika sjálfs þín og minnast þess að enginn heiðar- legur maður getur kallast lítil- mótlegur.“ f bréfi til Nikolai bróður síns tíu árum síðar, eru þessar hegð- unarreglur orðnar að lífsreglu, er sérhver ,,veluppalinn“ maður ber að rækja: „Vandræði þín stafa af því, að þú hlauzt slæmt uppeldi. Þeir sem eru vel upp aldir lifa í samræmi við eftir- taldar reglur: Þeir bera virð- ingu fyrir Manninum, og þess- vegna eru þeir alltaf umburðar- lyndir, hógværir, kurteisir og samvinnuþýðir. Þeir gera aldrei veður út af smámunum .. . Sam- úð þeirra nær ekki aðeins til betlara eða katta . . . Þeir virða eignir annarra og borga því skuldir sínar . .. Þeir eru ekki með tilgerð, en haga sér út á við eins og heima, og þeir setja sig ekki á háan hest gagnvart þeim sem eru minnimáttar. Þeir eru ekki málugir og neyða ekki trúnað sinn upp á þá sem ekki hafa óskað hans . . . Þeir auð- mýkja sig ekki til að vekja sam- úð. Þeir leggja rækt við fegurð- arsmekk sinn. Þeir leitast af fremsta megni við að hafa hemil á og göfga kynhvöt sína .... Mesta nauðsyn okkar er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.