Úrval - 01.10.1954, Síða 84

Úrval - 01.10.1954, Síða 84
82 ttRVAL vinna, dag og nótt, lesa, læra og þjálfa viljann. Hver stund er dýrmæt .. Þetta var ekki aðeins ástæðu- laus prédikun, heldur lífsskoð- un, sem hann lifði sjálfur í fullu samræmi við. Slíka göfgun skap- gerðarinnar getur enginn til- einkað sér án baráttu, en þeirri innri baráttu kynnumst vér aðeins óbeint í einum eða tveim köflum úr bréfum Tjekovs. Árið 1889 skrifar hann Soovorin rit- stjóra, sem var náinn vinur hans um árabil: „Skrifaðu sögu um ungan mann, son fyrrverandi þræls og smákaupmanns að atvinnu, sem söng í kirkjukórnum og var sem skóladrengur alinn upp við að sýna embættismönnum lotningu, kyssa á hönd prestanna, beygja sig fyrir skoðunum annarra og vera þakklátur fyrir hvern brauðbita sem hann át. Skrifaðu sögu um þennan ungling, sem hefur verið hýddur mörgum sinnum, sem átti enga hlífðar- skó til að fara í á veturna þegar hann óð snjóinn til þess að kenna öðrum undir próf; sem flaugst á við aðra unglinga; sem kvaldi dýr; sem þótti mikið til koma að borða á heimili auð- ugra ættingja sinna; sem var leikari frammi fyrir guði og mönnum, án þess að hafa nokkra ástæðu til þess, nema ef vera skyldi vitundina um lítil- mótleik sjálfs sín. Lýstu því hvernig þessi ungi maður kreisti úr sér smám saman, ögn fyrir ögn, hið þrælslundaða sjálf, og hvernig hann vaknaði loks á fögrum morgni, við þá tilfinn- ingu að óspillt mannlegt blóð rann um æðar hans í stað þræla- blóðs.“ Og konu sinni skrifaði hann 1903, ári áður en hann dó, sem svar við nokkrum hrósyrðum, er hún hafði skrifað honum um skapgerð hans: „Ég verð að segja þér, að ég er að eðlisfari harðlyndur, að ég er skapbráður o.s.frv. o.s.frv. En ég hef vanið mig á að hafa hemil á hneigðum mínum, því að enginn ærlegur maður ætti að sleppa taumhaldi á sjálfum sér. Guð einn veit hvað ég gerði í gamla daga!“ Á þessum sjálfsaga slakaði hann aldrei. Hann gerðist „dýra- temjari" sjálfs sín; og það var einmitt þessi þörf hans á sjálfs- aga, sem hann tilfærði sem á- stæðu fyrir hinni skyndilegu á- kvörðun sinni að fara frá Pétursborg árið 1890, árið sem hann kynntist í fyrsta sinni sæt- leik frægðarinnar, og leggja upp í hina erfiðu og hættulegu ferð sína til Sjakalín. „Ég verð að vera dýratemjari sjálfs mín,“ skrifar hann. „Þessi ferð verður sex mánaða óslitið líkamlegt og andlegt erfiði, en ég verð að fara hana af því að ég er Sunn- lendingur og er hneigður til leti, ég verð að þjálfa mig.“ Og á öðrum stað: „Ég fyrirlít leti á sama hátt og ég fyrirlít veik- lyndi og tregt tilfinningalíf."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.