Úrval - 01.10.1954, Síða 85
ANTON TJEKOV
83
Það er gaman að velta því
fyrir sér, hvað hafi átt mestan
þátt í að móta skapgerð Antons
Tjekov. Móðir hans var greind
og góð kona, er gerði allt sem
hún gat fyrir börn sín og reyndi
að draga úr strangleika föður-
ins. Sjálfur trúði Anton mjög á
áhrif uppeldisins. Mikael bróðir
hans, skýrir svo frá, að Anton
hafi oft lýst yfir þeirri sann-
færingu sinni, að uppeldið
væri áhrifameira en arfgengir
eiginleikar, og að með réttu upp-
eldi mætti sigrast á hinum ó-
heppilegustu eiginleikum. Þó
hlýtur hann að hafa átt erfitt
með að skýra þá staðreynd,
hversvegna systkini hans, sem
ólust upp í sama umhverfi, urðu
svo frábrugðin hvort öðru. Alex-
ander, sem var blaðamaður,
lagðist í óreglu og varð ekkert
úr gáfum sínum; Nikolai, efni-
legur málari, drakk mikið og dó
ungur úr berklum; Ivan og Mik-
ail sköruðu ekki fram úr á neinu
sviði, en Anton varð hinsvegar
frægur rithöfundur og hvers
manns hugljúfi.
Ekki verður séð að Anton hafi
orðið fyrir neinum sérstökum á-
hrifum í skóla. Menn vita það
eitt, að hann veiktist alvarlega
þegar hann var 15 ára gamall,
og skólalæknirinn, sem stund-
aði hann í þeim veikindum,
varð mikill vinur hans. Talið er
að þessi vinátta þeirra hafi ráð-
ið mestu um það, að Anton á-
kvað að gerast læknir.
I ágústmánuði 1879 kom Ant-
on til Moskvu og innritaðist í
læknadeild Moskvuháskóla. —
Seinna sagði hann, að sér væri
ekki ljóst hvers vegna hann
hefði valið þessa námsgrein, en
bætti við, að hann hefði aldrei
séð eftir því.
Um leið og hann innritaðist
í háskólann tók hann í raun og
veru að sér að standa fyrir
heimili foreldra sinna. Faðir
hans hafði um þetta leyti lélega
stöðu sem sölumaður við verzl-
un eina í Moskvu og kom oft
ekki heim á næturnar; Alexand-
er, eldri bróðirinn, bjó ekki
heima, og Nikolai var slíkur
ráðleysingi, að honum var ekki
treystandi til að sjá um heim-
ilið. — Anton var þannig helzta
fyrirvinnan og raunar húsbónd-
inn á heimilinu. Þær stundir, er
hann sat ekki yfir námsbókun-
um, var hann önnum kafinn við
að semja þætti og smásögur fyr-
ir ýmis vikurit, og sá þannig
heimilinu farborða.
Þau fjögur ár, sem Anton
stundaði læknisfræðinámið lagði
hann mjög hart að sér. Árið
1883 var hann sérstaklega af-
kastamikill, því að þá samdi
hann 120 smásögur, aðallega
fyrir skopblað eitt. Á árunum
1882—’85 skrifaði Tjekov að
staðaldri sögur, þætti og grein-
ar fyrir þetta blað. Allar voru
þessar ritsmíðar stuttar og
skrifaðar í léttum tón.
Margt af því, sem Tjekov
skrifaði um þessar mundir,. var
án efa lítils virði, enda var hann