Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 85

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 85
ANTON TJEKOV 83 Það er gaman að velta því fyrir sér, hvað hafi átt mestan þátt í að móta skapgerð Antons Tjekov. Móðir hans var greind og góð kona, er gerði allt sem hún gat fyrir börn sín og reyndi að draga úr strangleika föður- ins. Sjálfur trúði Anton mjög á áhrif uppeldisins. Mikael bróðir hans, skýrir svo frá, að Anton hafi oft lýst yfir þeirri sann- færingu sinni, að uppeldið væri áhrifameira en arfgengir eiginleikar, og að með réttu upp- eldi mætti sigrast á hinum ó- heppilegustu eiginleikum. Þó hlýtur hann að hafa átt erfitt með að skýra þá staðreynd, hversvegna systkini hans, sem ólust upp í sama umhverfi, urðu svo frábrugðin hvort öðru. Alex- ander, sem var blaðamaður, lagðist í óreglu og varð ekkert úr gáfum sínum; Nikolai, efni- legur málari, drakk mikið og dó ungur úr berklum; Ivan og Mik- ail sköruðu ekki fram úr á neinu sviði, en Anton varð hinsvegar frægur rithöfundur og hvers manns hugljúfi. Ekki verður séð að Anton hafi orðið fyrir neinum sérstökum á- hrifum í skóla. Menn vita það eitt, að hann veiktist alvarlega þegar hann var 15 ára gamall, og skólalæknirinn, sem stund- aði hann í þeim veikindum, varð mikill vinur hans. Talið er að þessi vinátta þeirra hafi ráð- ið mestu um það, að Anton á- kvað að gerast læknir. I ágústmánuði 1879 kom Ant- on til Moskvu og innritaðist í læknadeild Moskvuháskóla. — Seinna sagði hann, að sér væri ekki ljóst hvers vegna hann hefði valið þessa námsgrein, en bætti við, að hann hefði aldrei séð eftir því. Um leið og hann innritaðist í háskólann tók hann í raun og veru að sér að standa fyrir heimili foreldra sinna. Faðir hans hafði um þetta leyti lélega stöðu sem sölumaður við verzl- un eina í Moskvu og kom oft ekki heim á næturnar; Alexand- er, eldri bróðirinn, bjó ekki heima, og Nikolai var slíkur ráðleysingi, að honum var ekki treystandi til að sjá um heim- ilið. — Anton var þannig helzta fyrirvinnan og raunar húsbónd- inn á heimilinu. Þær stundir, er hann sat ekki yfir námsbókun- um, var hann önnum kafinn við að semja þætti og smásögur fyr- ir ýmis vikurit, og sá þannig heimilinu farborða. Þau fjögur ár, sem Anton stundaði læknisfræðinámið lagði hann mjög hart að sér. Árið 1883 var hann sérstaklega af- kastamikill, því að þá samdi hann 120 smásögur, aðallega fyrir skopblað eitt. Á árunum 1882—’85 skrifaði Tjekov að staðaldri sögur, þætti og grein- ar fyrir þetta blað. Allar voru þessar ritsmíðar stuttar og skrifaðar í léttum tón. Margt af því, sem Tjekov skrifaði um þessar mundir,. var án efa lítils virði, enda var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.