Úrval - 01.10.1954, Side 87

Úrval - 01.10.1954, Side 87
ANTON TJEKOV 85 sjálfan sig. Þó að Ivanov geri nokkrar tilraunir til að kryfja til mergjar orsakir mistaka sinna, koma þær í rauninni aldrei skýrt fram, því að sjálf- ur bregzt hann reiður við þeirri tilgátu vinar síns, að félagslegu umhverfi sé um að kenna. Lítill vafi er þó á því, að ætlun skálds- ins var einmitt að gefa það í skyn: hrifnæmur og viðkvæmur hugsjónamaður er eins og fisk- ur á þurru landi í sveit í Rúss- landi; hann er dæmdur til að farast vegna skorts á menntandi samneyti og samvinnu við með- bræður sína. Það eru of fáir þesskonar menn í sveitum lands- ins til að lyfta þeirri byrði fá- fræði og tregðu sem lamar allt líf þar. Mávurinn var saminn og sýnd- ur árið 1896, en fékk slæmar undirtektir. Höfundurinn var viðstaddur frumsýninguna, en laumaðist út úr leikhúsinu án þess að vinir hans veittu því eft- irtekt og ráfaði um göturnar alla nóttina. Morguninn eftir fór hann með fyrstu lest frá Moskvu og hélt til búgarðs síns, Meli- huvo, sem var skammt frá borg- inni. Þennan sama morgun skrifaði hann vini sínum, Soov- orin, nokkrar línur: ,,Ég gleymi aldrei þessu kvöldi ... Ég mun aldrei framar semja leikrit.“ Hann varð fyrir harkalegri gagnrýni í nokkrum blöðum og tók það mjög nærri sér, en það sem særði hann mest var að nokkrir vinir hans snerust gegn honum. Þetta andstreymi hafði slæm áhrif á heilsu hans, sem raunar hafði aldrei verið góð frá því að hann veiktist í æsku og versnaði um allan helming við ferðalag hans til Sjakalin- eyjar árið 1890. Upp frá þessu var hann í engum vafa um að hann væri berklaveikur, og reyndi hvorki að blekkja sjálf- an sig né vini sína um hvílík al- vara væri á ferðum. En þegar rithöfundar verða fyrir vonbrigðum og heita því að hætta að skrifa, eru þeir eins og elskendur, sem hafa lent í orðasennu og heita því að sjást aldrei framar, eða drykkjumað- ur, sem heitir því að bragða aldrei framar áfengi. Þannig fór fyrir Tjekov. — Hann fór aftur að semja leik- rit og hélt því áfram rneðan hon- um entist líf og heilsa. Árið 1898 gerðist sá atburður í Moskvu, sem haft hefur gagn- ger áhrif á leiklistarlíf heims- ins. Það var stofnun „Listleik- hússins“. Stofnandi þess, hinn kunni leikari og leikstjóri Stanislavsky, var á hnotskóg eftir leikritum og fékk félaga sinn, skáldið Niemirovich-Dan- chenko, til að fara á fund Tjekovs og fékk hann leyfi hans til að setja Máfinn aftur á svið. I þetta skipti var leikritið flutt af leikurum, sem ,,lifðu“ leikrit- ið, leikurum sem lutu stjórn manns, sem gæddur var afburða hæfileikurn, ríkri ímyndunar- gáfu og óvenjulegum frumleik.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.