Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 87
ANTON TJEKOV
85
sjálfan sig. Þó að Ivanov geri
nokkrar tilraunir til að kryfja
til mergjar orsakir mistaka
sinna, koma þær í rauninni
aldrei skýrt fram, því að sjálf-
ur bregzt hann reiður við þeirri
tilgátu vinar síns, að félagslegu
umhverfi sé um að kenna. Lítill
vafi er þó á því, að ætlun skálds-
ins var einmitt að gefa það í
skyn: hrifnæmur og viðkvæmur
hugsjónamaður er eins og fisk-
ur á þurru landi í sveit í Rúss-
landi; hann er dæmdur til að
farast vegna skorts á menntandi
samneyti og samvinnu við með-
bræður sína. Það eru of fáir
þesskonar menn í sveitum lands-
ins til að lyfta þeirri byrði fá-
fræði og tregðu sem lamar allt
líf þar.
Mávurinn var saminn og sýnd-
ur árið 1896, en fékk slæmar
undirtektir. Höfundurinn var
viðstaddur frumsýninguna, en
laumaðist út úr leikhúsinu án
þess að vinir hans veittu því eft-
irtekt og ráfaði um göturnar
alla nóttina. Morguninn eftir fór
hann með fyrstu lest frá Moskvu
og hélt til búgarðs síns, Meli-
huvo, sem var skammt frá borg-
inni. Þennan sama morgun
skrifaði hann vini sínum, Soov-
orin, nokkrar línur: ,,Ég gleymi
aldrei þessu kvöldi ... Ég mun
aldrei framar semja leikrit.“
Hann varð fyrir harkalegri
gagnrýni í nokkrum blöðum og
tók það mjög nærri sér, en það
sem særði hann mest var að
nokkrir vinir hans snerust gegn
honum. Þetta andstreymi hafði
slæm áhrif á heilsu hans, sem
raunar hafði aldrei verið góð
frá því að hann veiktist í æsku
og versnaði um allan helming
við ferðalag hans til Sjakalin-
eyjar árið 1890. Upp frá þessu
var hann í engum vafa um að
hann væri berklaveikur, og
reyndi hvorki að blekkja sjálf-
an sig né vini sína um hvílík al-
vara væri á ferðum.
En þegar rithöfundar verða
fyrir vonbrigðum og heita því
að hætta að skrifa, eru þeir eins
og elskendur, sem hafa lent í
orðasennu og heita því að sjást
aldrei framar, eða drykkjumað-
ur, sem heitir því að bragða
aldrei framar áfengi.
Þannig fór fyrir Tjekov. —
Hann fór aftur að semja leik-
rit og hélt því áfram rneðan hon-
um entist líf og heilsa.
Árið 1898 gerðist sá atburður
í Moskvu, sem haft hefur gagn-
ger áhrif á leiklistarlíf heims-
ins. Það var stofnun „Listleik-
hússins“. Stofnandi þess, hinn
kunni leikari og leikstjóri
Stanislavsky, var á hnotskóg
eftir leikritum og fékk félaga
sinn, skáldið Niemirovich-Dan-
chenko, til að fara á fund
Tjekovs og fékk hann leyfi hans
til að setja Máfinn aftur á svið.
I þetta skipti var leikritið flutt
af leikurum, sem ,,lifðu“ leikrit-
ið, leikurum sem lutu stjórn
manns, sem gæddur var afburða
hæfileikurn, ríkri ímyndunar-
gáfu og óvenjulegum frumleik.