Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 88

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 88
86 ÍTRVAL Enda fór nú svo, að Máfinum var tekið með eindæmum vel. En áhorfendur voru ekki einungis að fagna ágætu leikriti eftir Tjekov, heldur einnig nýrri stefnu í leiklist. Frá þessari stundu og um langt árabil var ,,Listleikhúsið“ í Moskvu ,,leik- hús geðbrigðanna“ og „undir- strauma tilfinninganna“, sem leikrit Tjekovs eru svo auðug af. Náin samvinna hélzt eftir þetta milli ,,Listleikhússins“ og Tjekovs meðan hann lifði. Frá árinu 1898 hafði Tjekov búið í borginni Yalta á Krím- skaga, og var ekki leyft að ferð- ast til Moskvu vegna heilsufars síns. Fyrr á því ári hafði hann kynnzt leikkonunni Olgu Knipp- er, sem síðar varð kona hans. Vorið 1900, þegar hann var í útlegð í þessari „heitu Síberíu" eins og hann kallaði Krímskag- ann, kom leikarahópur frá einu Moskvuleikhúsinu til þess að leika fyrir hann. Hann tók aftur gleði sína og varð jafnframt vonbetri um bata. Hann bað Olgu Knipper og fékk jáyrði. Þau giftust í maí árið 1901. Þrátt fyrir hið milda loftslag og ágæta meðferð, þyngdi Tje- kov stöðugt, og árið 1903, þegar hann var að skrifa Kirsuberja- garðinn, var hann orðinn hel- sjúkur. Um þær mundir skrifaði hann: „Ég skrifa fjórar línur á dag, og jafnvel það er mér nærri óbærilegt erfiði.“ Það var ákveðið að frumsýna leikritið 17. janúar 1904, á af- mælisdegi skáldsins. Sérstök há- tíðahöld voru fyrirhuguð í sam- bandi við frumsýninguna, en öll- um til mikilla vonbrigða lét Tjekov ekki sjá sig í leikhús- inu. Það var sent eftir honum, og hann kom loks þegar sýning- in var um það bil hálfnuð. Hon- um bárust ógrynni blómvanda, en hann riðaði og gat varla stað- ið á fótunum. Áhorfendurnir hrópuðu: „Setztu! Látið hann setjast!“ En Tjekov beit á jaxlinn og harkaði af sér. Um vorið fluttist hann norð- ur á bóginn og settist að skammt frá Moskvu, en í júní- mánuði sama ár fór kona hans með hann til Badenweiler í Þýzkalandi. Þar lifði hann að- eins í þrjár vikur. Það lýsir Tjekov vel, að nokkrum klukkustundum áður en hann dó, sat hann uppi í rúminu og var að semja gamansögu, sem bæði hann og kona hans hlógu dátt að. Hvorugt þeirra gerði sér ljóst, hve langt hann var leiddur, fyrr en hann vaknaöi um nóttina fárveikur og bað konuna að sækja lækni. Læknir- inn lét leggja ís að hjarta hans. „Það er óþarfi að leggja ís á tómt hjarta,“ sagði Tjekov. Þá gaf læknirinn honum kampavín. Tjekov settist upp, brosti og sagði við konu sína: „Það er langt síðan ég hef drukkið kampavín!" Hann renndi úr glasinu, hallaði sér aftur og dó — þjáningalaust að því er virt- ist. Tjekov andaðist 1. júlí 1904.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.