Úrval - 01.10.1954, Page 92

Úrval - 01.10.1954, Page 92
90 URVAL Skólinn er í kjallara, og aleitt herbergi fyrir hann og fjöl- skylduna. Við slíkar aðstæður væri afsakanlegt að lemja engil guðs að ósekju, en trúið mér, nemendurnir eru engir englar!“ Og þessi maður sem litlu áður hafði þrúgað Tjekov miskunn- arlaust með flaumi lærðra orða, skaut ógnandi fram nefkrungn- um og tók til að tala í ein- földum setningum sem féllu eins og hamarshögg og brugðu upp skærum myndum af hinum skelfilegu eymdarkjörum rúss- neska sveitamannsins. Þegar að burtfarartíma kom, greip kennarinn hina smáu, mjó- fingruðu hönd Tjekovs milli handa sinna og sagði um leið og hann þrýsti: „Ég kom til yðar eins og til húsbónda, feiminn og skjálf- andi. Ég reigði mig eins og hani til að sanna yður að ég væri enginn aumingi . . . en nú kveð ég yður eins og kæran vin sem allt skilur. Ég þakka! Ég fer með þá góðu hugsun að mikil- mennin séu látlausari, skiln- ingsbetri og standi nær okkur heldur en allir veslingarnir sem við lifum með. Guð sé með yður! Yður gleymi ég aldrei!“ Nef hans titraði, varirnar sveigðust í fallegu brosi, og hann bætti við þessum óvæntu orðum: „Hundingjarnir, þeir eru líka óhamingjusamir . . . En megi djöfullinn hirða þá alla!“ „Góður strákur!" sagði Anton Pavlovits. „Hann tollir ekki lengi við kennsluna.“ „Af hverju?“ „Hann verður ofsóttur, hon- um verður sparkað . . . “ Eftir stundar íhugun bætti hann við blíðróma: „Hér í Rússlandi er hinn heið- arlegi maður eins og hver önnur grýla sem ömmur siga á litlu börnin.“ Ég held að í návist Antons Pavlovits hafi allir fengið ó- sjálfráða löngun til að vera þeir sjálfir, látlausari og sannari, og ég hef oftar en einu sinni stað- reynt að fólkið varpaði af sér lánskrauti bóklegra orða og tízkusetninga, og öllu þessu glysi sem Rússinn skreytir sig með, þegar hann vill leika sig Evrópumann, rétt eins og villi- maður skreytir sig með skeljum og höggormstönnum. Anton Pavlovits elskaði hvorki högg- ormstennur né hanafjaðrir. Hvers kyns sýndarmennska, all- ar þessar skrautflíkur sem mað- urinn íklæðist til að verða „þýð- ingarmeiri,“ gerðu hann ruglað- an, og ég veitti því athygli að í hvert skipti sem hann sá mann í svona viðhafnaði, greip hann löngun til að færa hann úr þessu sligandi fánýtisgliti sem huldi hið sanna andlit mannsins og kæfði logann í sál hans. Tjekov lifði allt sitt líf á nægtum sinnar eigin sálar; hann var ætíð hann sjálfur, frjáls hið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.