Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 92
90
URVAL
Skólinn er í kjallara, og aleitt
herbergi fyrir hann og fjöl-
skylduna. Við slíkar aðstæður
væri afsakanlegt að lemja engil
guðs að ósekju, en trúið mér,
nemendurnir eru engir englar!“
Og þessi maður sem litlu áður
hafði þrúgað Tjekov miskunn-
arlaust með flaumi lærðra orða,
skaut ógnandi fram nefkrungn-
um og tók til að tala í ein-
földum setningum sem féllu
eins og hamarshögg og brugðu
upp skærum myndum af hinum
skelfilegu eymdarkjörum rúss-
neska sveitamannsins.
Þegar að burtfarartíma kom,
greip kennarinn hina smáu, mjó-
fingruðu hönd Tjekovs milli
handa sinna og sagði um leið
og hann þrýsti:
„Ég kom til yðar eins og til
húsbónda, feiminn og skjálf-
andi. Ég reigði mig eins og hani
til að sanna yður að ég væri
enginn aumingi . . . en nú kveð
ég yður eins og kæran vin sem
allt skilur. Ég þakka! Ég fer
með þá góðu hugsun að mikil-
mennin séu látlausari, skiln-
ingsbetri og standi nær okkur
heldur en allir veslingarnir sem
við lifum með. Guð sé með yður!
Yður gleymi ég aldrei!“
Nef hans titraði, varirnar
sveigðust í fallegu brosi, og
hann bætti við þessum óvæntu
orðum:
„Hundingjarnir, þeir eru líka
óhamingjusamir . . . En megi
djöfullinn hirða þá alla!“
„Góður strákur!" sagði Anton
Pavlovits. „Hann tollir ekki
lengi við kennsluna.“
„Af hverju?“
„Hann verður ofsóttur, hon-
um verður sparkað . . . “
Eftir stundar íhugun bætti
hann við blíðróma:
„Hér í Rússlandi er hinn heið-
arlegi maður eins og hver önnur
grýla sem ömmur siga á litlu
börnin.“
Ég held að í návist Antons
Pavlovits hafi allir fengið ó-
sjálfráða löngun til að vera þeir
sjálfir, látlausari og sannari, og
ég hef oftar en einu sinni stað-
reynt að fólkið varpaði af sér
lánskrauti bóklegra orða og
tízkusetninga, og öllu þessu
glysi sem Rússinn skreytir sig
með, þegar hann vill leika sig
Evrópumann, rétt eins og villi-
maður skreytir sig með skeljum
og höggormstönnum. Anton
Pavlovits elskaði hvorki högg-
ormstennur né hanafjaðrir.
Hvers kyns sýndarmennska, all-
ar þessar skrautflíkur sem mað-
urinn íklæðist til að verða „þýð-
ingarmeiri,“ gerðu hann ruglað-
an, og ég veitti því athygli að í
hvert skipti sem hann sá mann
í svona viðhafnaði, greip hann
löngun til að færa hann úr þessu
sligandi fánýtisgliti sem huldi
hið sanna andlit mannsins og
kæfði logann í sál hans.
Tjekov lifði allt sitt líf á
nægtum sinnar eigin sálar; hann
var ætíð hann sjálfur, frjáls hið