Úrval - 01.10.1954, Síða 93
ANTON TJEKOV
91
innra, og skellti skolleyrum við
því sem einir væntu af honum
og aðrir, þeir sem stórbrotnari
voru, kröfðust af honum. Hon-
um leiddist að ræða um „háleit
efni“, en þessháttar orðræðu á-
stundar hinn velmeinti Rússi af
miklum skaphita, óminnugur
þess að það er engan veginn
andríkt, heldur hlálegt, að fjöl-
yrða um flónelsklæði framtíðar-
innar, þegar maður á ekki einu
sinni sómasamlegar brækur til
að ganga í.
Af aðdáunarverðu látleysi
elskaði hann allt sem látlaust
var, satt og einlægt, og það bjó
eitthvað í honum sem knúði
aðra til að vera þeir sjálfir.
Dag einn komu þrjár glys-
klæddar konur í heimsókn til
hans. Eftir að hafa fyllt her-
bergið með skrjáfi silkipilsa
sinna og sterkri ilmandalykt,
settust þær með viðhöfn and-
spænis gestgjafa sínum, létust
gagnteknar af pólitískum á-
huga, og byrjuðu að „bera fram
spurningar".
„Anton Pavlovits! Hvernig
haldið þér að stríðinu ljúki?“
Hann hóstaði, velti vöngum,
og svaraði alvörugefinn blíðri
röddu:
„Líklega með friði . . .“
„Já auðvitað. En hvor skyldi
sigra, Grikkir eða Tyrkir?“
„Ég hugsa að sá sterkari
verði ofaná.“
„En hvor þeirra er sterkari
að yðar dómi?“ spurðu konurn-
ar af ákafa.
„Sá sem nýtur betri menntun-
ar og etur betri mat.“
„Ah! Hvílíkt andríki!“ kvein-
aði ein þeirra.
„En hvorn metið þér meira
Grikkjann eða Tyrkjann?"
spurði önnur.
„Ég met . . . ávaxtakökur
mikils . . . En þið ? Þykir ykkur
þær góðar?“
„Afskaplega!" hrópaði konan
uppyfir sig.
„Þær ilma svo!“ staðhæfði
önnur alvarlega.
Og síðan upphófst fjörugt
samtal um ávaxtakökur; það
kom í ljós að konurnar ger-
þekktu þetta efni og kunnu að
tala aðdáanlega um það. Þær
voru bersýnilega lifandi fegnar
að þurfa ekki að þreyta anda
sinn með tilhæfulausum áhuga á
Grikkjum og Tyrkjum, sem þær
höfðu vissulega aldrei hugsað
um fram að þessu.
Þegar þær fóru, sögðu þær
glaðlega við Anton Pavlovits.
„Við skulum aldeilis senda
yður ávaxtakökur.“
„Þetta var skemmtilegt sam-
tal,“ sagði ég eftir á.
Anton Pavlovits hló lítillega
og sagði:
„Það verða allir að við hafa
eigið tungutak."
I annað skipti hitti ég hjá
honum ungan lögfræðing, iðandi
af lífi. Hann stóð frammi fyrir
Tjekov, hristi hrokkinkollinn
og talaði af miklu f jöri:
„Saga yðar Illgerðarmaður
færir upp í hendur mínar, Anton