Úrval - 01.10.1954, Side 95

Úrval - 01.10.1954, Side 95
ANTON TJEKOV 93 ir sem sitja í dómarastólum og ákveða örlög mannanna!“ Hann kunni þá list að eygja og undirstrika hversdagsleikann — en það kunna þeir einir sem krefjast mikils af lífinu og eru haldnir brennandi þrá til að sjá mennina látlausa, fagra, sam- ræmda. Hversdagsleikinn hittir ávallt í honum strangan og miskunnarlausan dómara. Einhver sagði honum að ritstjóri vinsæls tímarits sem predikaði stöðugt náungans- kærleika og samlíðun, hefði, alveg að ástæðulausu, svívirt starfsmann einn við járnbraut- ina, og væri yfirleitt mjög ill- yrmislegur við alla undirmenn sína. ,,Auðvitað!“ sagði Anton Pavlovits og brosti dapurlega. „Þetta er höfðingi, menntamað- ur . . . hann hefur verið í menntaskóla! Faðir hans gekk á klossum, en hann sjálfur er í gljáfægðum lakkskóm . . .“ Og það var eitthvað í rödd hans sem gerði orðið ,,höfðingi“ að núlli og nixi. „Mikill hæfileikamaður!" sagði hann um blaðamann nokk- urn. „Hann skrifar svo tiginbor- inn stíl, svo skrúðmikinn . . . og blóðlausan. En hann fer með konuna sína eins og fáráðling frammi fyrir öllum. Og vinnu- konuherbergið hjá honum er svo rakt að stúlkurnar eru alla tíma kvefaðar." „Eruð þér hrifinn af X . . . , Anton Pavlovits?" „Já, afskaplega,“ sagði Tje- kov og hóstaði. „Hann veit allt. Hann les einhver ósköp. Ég á hjá honum þrjár bækur. Hann er utan við sig. I dag segir hann að þú sért mikill afbragðsmað- ur, en á morgun segir hann frá því að þú hafir stolið inniskóm frá eiginmanni hjákonu þinnar, svörtum silkiskóm, bryddaða bláu . . .“ Einhver kvartaði yfir því hve „alvörugreinar“ stóru blaðanna væru leiðinlegar og tyrfnar. „En það ætti enginn að lesa þessar greinar,“ sagði Anton Pavlovits sannfærandi. „Þetta eru vináttubókmenntir . . . bók- menntir samdar af kunningjun- um. Þeir gætu heitið Rauður, Surtur og Hvítur. Sá fyrsti skrifar grein, annar svarar, sá þriðji skrifar um ósamkvæmni hinna tveggja. Segja má þeir spili vist við dauðann. En að hvaða notum allt þetta má koma lesandanum, um það spyrja þeir aldrei sjálfa sig.“ Dag einn kom til hans kven- maður, holdug og sæl, mjög tig- in í klæðaburði, og reyndi að tala „á tjekóvska vísu.“ „Mér leiðist lífið, Anton Pav- lovits! Allt er svo grátt: fólkið, himinninn, hafið, jafnvel blóm- in, allt er grátt í mínum augum. Mig langar ekki til neins . . . Kvíðinn hefur búið um sig í hjarta mínu . . . Það er eins og sjúkdómur . . .“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.