Úrval - 01.10.1954, Síða 98

Úrval - 01.10.1954, Síða 98
96 ÚRVAL ingu þeirra, þrungna af biturri ádeilu. Háttvirtur lesandi hlær dátt að Dóttur Albions án þess að átta sig á því að í þessari sögu spottar hinn vel nærði sóma- maður einstæðingskonu, ókunna öllu og öllum. Og í sérhverrri kímnissögu Tjekovs greini ég djúpt, niðurbælt andvarp hins sannmannlega hjarta — andvarp örvilnaðar samúðar með þessu fólki sem kann ekki að gæta virðuleika síns, lifir eins og þrælar af því það lútir ofbeldinu án nokkurrar and- spyrnu og trúir ekki á neitt, nema ef vera skyldi sína eigin þörf til að éta á degi hverjum kraftmikla súpu, skynjar ekkert utan óttans, óttans við að verða fyrir barðinu á þeim sterku. ,'Jnginn hefur skilið af því- líkri skarpskyggni, þvílíkum næmleika sem Tjekov hið sorg- lega við smæstu hliðar tilver- unnar; enginn á undan honum hefur kunnað að birta mönnum af svo miskunnarlausu raun- sæi auðvirðileik og angist þeirra sem lifa í hinni geldu óreiðu borgaralegrar meðal- mennsku. Hversdagsleikinn var óvinur hans: alla sína ævi barðist hann gegn honum; lýsti honum í skörpum dráttum, ástríðulaust. Og hann kunni að afhjúpa hin rotnandi áhrif hans einmitt þar sem allt virtist svo skínandi, svo þægilegt, við fyrstu sýn. Og hversdagsleikinn lék hann grálega í hefndarskyni undir lokin: lík hans — lík skáldsins var flutt í ostruvagni. . . I hinum grænsaurga lit þessa ostruvagns birtist mér gleitt bros meðalmennskunnar sem hrósaði sigri yfir föllnum óvin; í blöðunum mátti lesa ótölulegar minningargreinar um Tjekov, ritaðar af gugginni hræsni, en að baki greindi ég kalt og fúlt más þessarar sömu meðal- mennsku sem fagnaði leynilega dauða óvinar síns. Þegar maður les smásögur Tjekovs, er eins og fyrir augu manns beri einn þessara þung- búnu daga, síðla hausts: loftið er svo gagnsætt að nakin trén, mjó húsin og gráleita mennina hyllir uppi í þögulli álösun . . . Allt er framandi, hljótt, kyrr- stætt, aflvana. I f jarska eru blá- ar eyðimerkur sem renna saman við fölan hirnininn og blása köldum gusti á jörðina alþakta svaði. Andi höfundarins, áþekk- ur sól haustins, bregður nöprum ljóma yfir troðnar brautir, hlykkjótta stigi, þröng og saurug hús þar sem vesælar mannverur stynja af leiðindum og leti og fylla hýbýli sín frá- leitum, slensfullum kvíða. Þarna sjáum við Douchetchku; hún líður áfram óróafull eins og grá mús, fögur og indæl kona sem elskar svo heitt og svo blint. Þó maður gæfi henni löðrung, mundi hún ekki þora að kveina upphátt. Við hlið hennar hnípir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.