Úrval - 01.10.1954, Side 99
ANTON TJEKOV
97
Olga úr Systrunum prem: hún
elskar líka mikið og lútir í
hlýðni duttlungum hinnar lítil-
sigldu og spiltu eiginkonu bróð-
ur síns, auðnuleysingjans; hún
horfir á líf systra sinna hrynja
í rústir og grætur bara. Hún
getur engum hjálpað. I brjósti
hennar lifnar ekki eitt þróttar-
orð til að mótmæla fásinninu.
Þarna er hin klökka Ran-
jevskaja og aðrir eigendur
Kirsiberjagarðsins, eigingjarnir
eins og ungbörn, kalkaðir eins
og gamalmenni. Þeir eru ekki
dauðir í reynd, og kveina án
þess að eygja neitt umhverfis
sig, án þess að skilja neitt,
sníkjudýr óhæf til að njóta lífs-
ins. Stúdentinn Trofimoff talar
fjálglega um nauðsyn vinnunn-
ar, en gerir ekkert sjálfur; og,
til þess að bægja frá sér leið-
indum, spottar hann Vörju sem
vinnur hvíldarlaust til þess að
hinir iðjulausu megi lifa.
Verchinin dreymir um fegurð
lífsins eftir þrjú hundruð ár og
skeytir því engu að allt er rotn-
un umhverfis hann og að Sol-
enny vinnur að því að kála Tou-
senbach barón, út af leiðindum.
Fyrir augu okkar líður fylk-
ing karla og kvenna sem þrælk-
uð eru af ást sinni og heimsku,
af ómennsku og ágirnd sinni á
jarðeignum; f jötruð af myrkum
ótta við lífið; haldin stöðugri
angist fylla þau tilveru sína með
endalausum ræðuhöldum um
framtíðina af því þau vita að í
nútíðinni er þeim ofaukið.
Stundum lýstur upp blossa í
þessari gráu mannþyrping:
það er Ivanov eða Treplev;
þeir skildu báðir hvað var
það eina sem þeir gátu gert, og
gengu út í dauðann.
Þarna eru líka margir sem
láta sig dreyrna um fegurð lífs-
ins eftir tvö hundruð ár, en eng-
inn leggur fyrir sig þessa ein-
földu spurningu: hverjir eiga
að gera lífið svo fagurt ef við
ástundum drauminn einan?
Fram hjá þessari leiðu og
grálegu fylkingu vanmáttugs
fólks gekk mikill maður, gáfað-
ur og athugull; hann íhugaði
hinar rotnu siðvenjur lands-
manna sinna, brosti dapurlega
og sagði blíðri, fallegri röddu,
fullri af einlægni og djúpri á-
sökun:
„Þið lifið illa, herrar mínir
og frúr!“
I bréfi til öldungsins A. S.
Souvorin segir Tjekov:
„Ekkert er eins leiðigjarnt og
óljóðrænt, ef svo má segja, eins
og þessi blákalda barátta fyrir
tilverunni sem spillir lífsgleði
manns og hrekur mann út í
sinnuleysið."
Þessi orð lýsa einkar vel rúss-
nesku hugarfari, en að mínu
áliti eru þau ekki mjög sérstæð
fyrir Anton Pavlovits. Allt frá
bernsku var lífsbarátta hans
rnjög ströng, ýrð daglegum á-
hyggjum fyrir brauðinu — ekki
aðeins handa honum einum —
brauðið varð að vera stórt . . .