Úrval - 01.10.1954, Page 99

Úrval - 01.10.1954, Page 99
ANTON TJEKOV 97 Olga úr Systrunum prem: hún elskar líka mikið og lútir í hlýðni duttlungum hinnar lítil- sigldu og spiltu eiginkonu bróð- ur síns, auðnuleysingjans; hún horfir á líf systra sinna hrynja í rústir og grætur bara. Hún getur engum hjálpað. I brjósti hennar lifnar ekki eitt þróttar- orð til að mótmæla fásinninu. Þarna er hin klökka Ran- jevskaja og aðrir eigendur Kirsiberjagarðsins, eigingjarnir eins og ungbörn, kalkaðir eins og gamalmenni. Þeir eru ekki dauðir í reynd, og kveina án þess að eygja neitt umhverfis sig, án þess að skilja neitt, sníkjudýr óhæf til að njóta lífs- ins. Stúdentinn Trofimoff talar fjálglega um nauðsyn vinnunn- ar, en gerir ekkert sjálfur; og, til þess að bægja frá sér leið- indum, spottar hann Vörju sem vinnur hvíldarlaust til þess að hinir iðjulausu megi lifa. Verchinin dreymir um fegurð lífsins eftir þrjú hundruð ár og skeytir því engu að allt er rotn- un umhverfis hann og að Sol- enny vinnur að því að kála Tou- senbach barón, út af leiðindum. Fyrir augu okkar líður fylk- ing karla og kvenna sem þrælk- uð eru af ást sinni og heimsku, af ómennsku og ágirnd sinni á jarðeignum; f jötruð af myrkum ótta við lífið; haldin stöðugri angist fylla þau tilveru sína með endalausum ræðuhöldum um framtíðina af því þau vita að í nútíðinni er þeim ofaukið. Stundum lýstur upp blossa í þessari gráu mannþyrping: það er Ivanov eða Treplev; þeir skildu báðir hvað var það eina sem þeir gátu gert, og gengu út í dauðann. Þarna eru líka margir sem láta sig dreyrna um fegurð lífs- ins eftir tvö hundruð ár, en eng- inn leggur fyrir sig þessa ein- földu spurningu: hverjir eiga að gera lífið svo fagurt ef við ástundum drauminn einan? Fram hjá þessari leiðu og grálegu fylkingu vanmáttugs fólks gekk mikill maður, gáfað- ur og athugull; hann íhugaði hinar rotnu siðvenjur lands- manna sinna, brosti dapurlega og sagði blíðri, fallegri röddu, fullri af einlægni og djúpri á- sökun: „Þið lifið illa, herrar mínir og frúr!“ I bréfi til öldungsins A. S. Souvorin segir Tjekov: „Ekkert er eins leiðigjarnt og óljóðrænt, ef svo má segja, eins og þessi blákalda barátta fyrir tilverunni sem spillir lífsgleði manns og hrekur mann út í sinnuleysið." Þessi orð lýsa einkar vel rúss- nesku hugarfari, en að mínu áliti eru þau ekki mjög sérstæð fyrir Anton Pavlovits. Allt frá bernsku var lífsbarátta hans rnjög ströng, ýrð daglegum á- hyggjum fyrir brauðinu — ekki aðeins handa honum einum — brauðið varð að vera stórt . . .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.