Úrval - 01.10.1954, Síða 100
98
ÚRVAL
Alla sína æskukrafta offraði
hann þessu gleðisnauða sýsli, og
það er undravert hvernig hann
gat varðveitt kírnni sína. Lífið
var honum einungis vanabundin
löngun eftir saðningu og hvíld;
fyrir honum duldust hinir miklu
harmleikar lífsins undir möru
grás hversdagsleika. Og það er
ekki fyrr en hann hefur létt
ögn af sér angrinu við að sjá
umhverfis sig vel nært fólk, að
hann getur íhugað af skarp-
skyggni kjarna þessara harm-
leikja.
Ég hef aldrei kynnzt manni
sem skynjaði jafn djúpt og
sterkt og Anton Pavlovits þýð-
ingu starfsins fyrir alla menn-
ingu. Smæstu atriði heimilislífs
hans staðfestu þetta, hvernig
hann valdi sér hluti og hve vænt
honum þótti um þá; í því fólst
engin tilhneiging til söfnunar,
heldur hrein aðdáun á verkum
mannlegrarhyggju. Honumþótti
gaman að byggja, planta garða,
prýða jörðina; hann skynjaði
skáldskap starfsins. Af hrífandi
kostgæfni vakti hann yfir vexti
ávaxtatrjánna og runnanna sem
hann hafði eigin höndum gróð-
ursett í garði sínum. Meðan
hann var að byggja húsið sitt
í Aloutka, sagði hann:
„Ef allir menn gerðu það
sem þeir gætu á jarðskikanum
sínum, en hve hnötturinn okkar
yrði þá fallegur!“
Hann minntist sjaldan á verk
sín, og ávallt þvert um hug sinn,
næstum sneyptur og ef til vill
af jafn mikilli varfærni og þeg-
ar hann talaði um Leo Tolstoj.
Einstöku sinnum, á miklum
gleðistundum, sagði hann frá
efni nýrrar sögu — það var
ætíð gamansaga . . .
Um leikrit sín talaði hann
eins og káta gamanleiki, og ég
held hann hafi verið sannfærður
um að hann skrifaði í raun og
veru gamanleiki.
Þegar hann brosti, urðu augu
hans einstaklega fögur, ástúð-
leg og blíð eins og konuaugu.
Og hlátur hans, næstum hljóm-
laus, var líka furðulega fagur.
Þegar hann hló, virtist hlátur
hans bregða á leik, hann fagn-
aði. Ég hef engan þekkt sem gat
hlegið svo — hvernig ætti ég
að orða það — svo andríkt.
E. H. pýddi.