Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 101

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 101
Konan með kjölturakkann. S a g a eftir Anton Tjekov. AÐ var sagt að nýtt andlit hefði sézt á strandgötunni; kona með lítinn hund. Dimitri Dimitrich Gomov, sem hafði verið í Yalta í hálfan mánuð og var orðinn vanur borgarlífinu, var farinn að fá áhuga á nýjum andlitum. Hann sat í garðskála Vernés, þegar hann sá unga konu ganga eftir strandgötunni. Hún var Ijóshærð og fremur há vexti og með barðastóran hatt. Á eftir henni hljóp hvítur hund- ur. Seinna sá hann hana í skemmtigarðinum og síðan margoft á torginu. Hún var allt- af ein, alltaf með sama barða- stóra hattinn, og með hvíta hundinn. Enginn vissi hver hún var, og hún var kölluð konan með kjölturakkann. „Ef hún er hérna ein síns liðs, án eiginmanns eða vinar,“ sagði Gomov við sjálfan sig, „þá væri ekki úr vegi að komast í kynni við hana.“ Hann var ekki orðinn fertug- ur, en átti tólf ára gamla dótt- ur og tvo syni í skóla. Hann hafði kvænzt ungur, á öðru há- skólaári sínu, og nú var konan hans orðin helmingi ellilegri en hann. Hún var há kona með dökkar augabrúnir, beinvaxin, alvarleg og þumbaraleg í fasi, og hún hafði það álit á sjálfri sér, að hún væri bæði menntuð og gáfuð. Hún las talsvert, kall- aði eiginmanninn ekki Dimitri heldur Demitri, og innst í hug- arfylgsnum sínum áleit hann hana grunnhyggna, þröngsýna og vanþakkláta. Hann hafði beyg af henni og kunni illa við sig heima. Hann hafði farið að halda fram hjá henni fyrir löngu — var oft með öðrum konum, og sennilega var það af þeirri ástæðu, að hann talaði næstum alltaf illa um kvenfólk, og þegar rætt var um það í návist hans, hélt hann því fram, að konan væri óæðri vera en karlmaður- inn. Honum fannst hann hafa orð- ið fyrir svo biturri reynslu, að hann þyrfti ekki að vanda kven- fólkinu kveðjuna, en þó gat hann ekki lifað dag án „óæðra kynsins". I hópi karlmanna leiddist honum og leið illa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.