Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 101
Konan með kjölturakkann.
S a g a
eftir Anton Tjekov.
AÐ var sagt að nýtt andlit
hefði sézt á strandgötunni;
kona með lítinn hund. Dimitri
Dimitrich Gomov, sem hafði
verið í Yalta í hálfan mánuð og
var orðinn vanur borgarlífinu,
var farinn að fá áhuga á nýjum
andlitum. Hann sat í garðskála
Vernés, þegar hann sá unga
konu ganga eftir strandgötunni.
Hún var Ijóshærð og fremur há
vexti og með barðastóran hatt.
Á eftir henni hljóp hvítur hund-
ur.
Seinna sá hann hana í
skemmtigarðinum og síðan
margoft á torginu. Hún var allt-
af ein, alltaf með sama barða-
stóra hattinn, og með hvíta
hundinn. Enginn vissi hver hún
var, og hún var kölluð konan
með kjölturakkann.
„Ef hún er hérna ein síns liðs,
án eiginmanns eða vinar,“ sagði
Gomov við sjálfan sig, „þá væri
ekki úr vegi að komast í kynni
við hana.“
Hann var ekki orðinn fertug-
ur, en átti tólf ára gamla dótt-
ur og tvo syni í skóla. Hann
hafði kvænzt ungur, á öðru há-
skólaári sínu, og nú var konan
hans orðin helmingi ellilegri en
hann. Hún var há kona með
dökkar augabrúnir, beinvaxin,
alvarleg og þumbaraleg í fasi,
og hún hafði það álit á sjálfri
sér, að hún væri bæði menntuð
og gáfuð. Hún las talsvert, kall-
aði eiginmanninn ekki Dimitri
heldur Demitri, og innst í hug-
arfylgsnum sínum áleit hann
hana grunnhyggna, þröngsýna
og vanþakkláta. Hann hafði
beyg af henni og kunni illa við
sig heima. Hann hafði farið að
halda fram hjá henni fyrir löngu
— var oft með öðrum konum,
og sennilega var það af þeirri
ástæðu, að hann talaði næstum
alltaf illa um kvenfólk, og þegar
rætt var um það í návist hans,
hélt hann því fram, að konan
væri óæðri vera en karlmaður-
inn.
Honum fannst hann hafa orð-
ið fyrir svo biturri reynslu, að
hann þyrfti ekki að vanda kven-
fólkinu kveðjuna, en þó gat
hann ekki lifað dag án „óæðra
kynsins". I hópi karlmanna
leiddist honum og leið illa og