Úrval - 01.10.1954, Síða 103

Úrval - 01.10.1954, Síða 103
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN 101 segir: „En hvað hér er leiðin- legt! Hundleiðinlegt!“ Maður gæti haldið að það væri að koma frá Spáni.“ Hún brosti. Þau héldu áfram að borða þegjandi eins og þau hefðu aldrei yrt hvort á annað; en þegar þau voru búin að borða urðu þau samferða út ■— og þá fóru þau að tala saman um hitt og þetta eins og gamlir kunn- ingjar, og þeim var alveg sama hvert þau stefndu og hvað þau töluðu um. Þau töluðu um hve hafið væri einkennilega bjart; sjórinn hlýr og mjúkurogtungl- ið varpaði gullnum geisla á haf- flötinn. Þau töluðu um hve loft- ið væri mollulegt, því að það hafði verið heitt um daginn. Gomov sagðist vera frá Moskvu, málfræðingur að menntun, en bankamaður að atvinnu. Hann sagði henni að sig hefði einu sinni langaði til að verða óperu- söngvari, en hefði hætt við það; og að hann ætti tvö hús í Moskvu ... Hún sagðist vera frá Pétursborg, en hefði gifzt í S, og þar hefði hún búið tvö síðustu árin; að hún myndi verða mánuð í Yalta, og að mað- ur hennar kæmi ef til vill til hennar, því að hann þarfnaðist líka hvíldar. Hún gat ekki frætt hann um hvað maður hennar gerði; hann var eitthvað riðinn við sveitastjórnarmál — og það var eins og henni þætti það hálf skoplegt. Og Gomov komst að því hún hét Anna Sergu- eyevna. Þegar hann var kominn heim til sín um kvöldið, fór hann að hugsa um hana og hvernig hann gæti hitt hana daginn eftir. Þau urðu að hittast aftur. Um leið og hann var að sofna datt hon- um í hug að það hlyti að vera stutt síðan hún útskrifaðist úr skóla, og að hún hefði stundað nám um sama leyti og dóttir hans; hann minntist hve feim- in og vandræðaleg hún var þeg- ar hún hló og talaði við ókrnrn- uga — þetta hlaut að vera í fyrsta skiptið sem hún var ein síns liðs, og það í svona borg, þar sem karlmennirnir eltu hana á röndum, gláptu á hana og reyndu að koma sér í mjúkinn hjá henni, allir með sama leynda markmiðið fyrir augum, sem hún hlaut að renna grun í hvað var. Hann fór að hugsa um granna, hvíta hálsinn hennar og fallegu, gráu augun. „Hún er yndisleg“, sagði hann við sjálfan sig um leið og hon- um rann í brjóst. II. Vika leið. Það var ofsahiti þennan dag. Úti var kæfandi svækja, og rykið þyrlaðist eftir götunum. Hann kvaldist allan daginn af þorsta og fór marg- sinnis inn í garðskálann og bauð Önnu Sergueyevnu kældan drykk eða ís. Hitinn var óþolandi. Um kvöldið, þegar loftið var orðið svalara, gengu þau niður á hafnarbakkann til þess að sjá þegar gufuskipið kæmi. Það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.