Úrval - 01.10.1954, Page 104
102
ÚRVAL
hafði safnast þarna saman
f jöldi fólks, sem var að bíða eft-
ir einhverjum, því að margir
héldu á blómvöndum. Og í þess-
um hóp mátti greina það sem
öðru fremur einkennir Yalta:
rosknar konur sem voru klædd-
ar eins og yngismeyjar og
marga hershöfðingja.
Það var slæmt í sjóinn og
skipið á eftir áætlun, og það
gekk í dálitlu vafstri áður en
það gat lagzt upp að hafnar-
bakkanum. Anna Sergueyevna
horfði í gegnum stangargleraug-
un á skipið og farþegana eins og
hún ætti von á einhverjum sem
hún þekkti, og þegar hún sneri
sér að Gomov, ljómuðu augu
hennar. Hún talaði mikið og
spurði oft, og hún gleymdi því
sem hún hafði sagt; og loks
týndi hún gleraugunum í mann-
þrönginni.
Fólkið fór að tínast burt, það
lygndi, og Gomov og Anna Ser-
gueyevna dokuðu við eins og
þau væru að bíða eftir einhverj-
um, sem hefði komið með skip-
inu. Anna Sergueyevna þagði.
Hún bar blómin upp að vitum
sér og leit ekki á Gomov.
„Veðrið ætlar að batna með
kvöldinu,“ sagði hann. „Hvert
eigum við að fara? Eigum við
að fá okkur vagn?“
Hún svaraði engu.
Hann starði á hana og allt í
einu vafði hann hana örmum og
kyssti hana á munninn; og hann
örvaðist af ilmandi og rökum
blómunum; svo hrökk hann við
og leit í kring um sig; skyldi
nokkur hafa séð til þeirra?
„Við skulum fara heim til þín
— “ hvíslaði hann. Og þau héldu
strax af stað.
Það var þungt loft í herberg-
inu hennar, það angaði af ilm-
vötnum sem hún hafði keypt í
japönsku búðinni.
Gomov horfði á hana og hugs-
aði: „Einkennilegar eru tilvilj-
anirnar í lífinu!“ Hann minnt-
ist margra kvenna, sem hann
hafði átt vingott við, þær höfðu
verið hamingjusamar í ást sinni,
og þakklátar, þó að ástarsæla
þeirra yrði skammvinn; og hann
minntist enn annarra — eins og
eiginkvennanna — sem létuzt
elska hann en gerðu það ekki,
og voru símasandi, æstar og til-
gerðarlegar, eins og þær væru
að mótmæla því, að þær væru
ástfangnar, heldur væri eitthvað
miklu þýðingarmeira á seiði; og
hann minntist fagurra, kald-
lyndra kvenna, sem höfðu
skyndilega fengið æðisglampa í
augun og heimtað meira af un-
aði lífsins en það getur veitt;
þær voru ekki lengur á æsku-
skeiði, þær voru duttlungafull-
ar, drottnunargjarnar og
heimtufrekar, og þegar
Gomov var orðinn leiður á þeim,
vakti fegurð þeirra hatur hjá
honum, og knipplingarnir á nær-
klæðum þeirra minntu hann á
fiskhreistur.
En þessi kona var feimin og
óframfærin eins og fermingar-
telpa; hún var vandræðaleg og