Úrval - 01.10.1954, Page 106
104
ÚRVAL
„Segðu ekki þetta,“ hvíslaði
hann.
Hann horfði í óttaslegin augu
hennar, kyssti hana og talaði
alúðlega við hana, og hún varð
smámsaman rólegri. Hún varð
aftur hamingjusöm og þau fóru
bæði að hlæja.
Seinna, þegar þau fóru út,
sást ekki nokkur sál á strand-
götunni; borgin með kýprus-
trjánum var eins og dauðra
manna gröf, en brimið svarraði
enn við ströndina; bátur vagg-
aði á öldunum; og það brá fyr-
ir daufum glampa frá ljóskeri
hans.
Þau náðu sér í vagn og óku
til Oreanda.
„Ég sá ættarnafnið þitt í
gestabókinni,“ sagði Gomov.
„Það er von Didenitz. Er
maðurinn þinn þýzkur?“
„Nei. Ég held að afi hans
hafi verið Þjóðverji, en hann
er rétttrúaður Rússi.“
I Oreanda settust þau á bekk
skammt frá kirkjunni og horfðu
út á sjóinn. Það var varla hægt
að greina Yalta gegnum morg-
unþokuna. Hæðirnar voru hjúp-
aðar hvítri, hreyfingarlausri
skýjaslæðu. Lauf trjánna bærð-
ist ekki og tilbreytingarlaus nið-
ur hafsins við ströndina hjalaði
urn hvíld, hinn eilífa svefn, sem
bíður okkar. Þannig gnauðaði
hafið áður en Yalta og Oreanda
urðu til, og þannig mun það
svarra og gnauða, drungalega
og afskiptalaust, þegar við er-
um horfin. Þegar Gomov sat við
hliðina á ungu konunni, sem var
svo falleg í morgunljómanum,
sæll og töfraður af fegurð út-
sýnisins, hafinu, fjöllunum og
skýjunum, fór hann að hugsa
nm hve allt á jörðinni væri í
raun og veru fagurt, allt nema
það sem við sjálf hugsum og
gerum, þegar við gleymum æðri
markmiðum lífsins og mann-
legri reisn okkar.
Það kom maður til þeirra —
strandvörður — leit á þau,
hvarf síðan á brott. Hann virt-
ist líka vera eins og í leiðslu.
„Það er dögg á grasinu,"
sagði Anna Sergueyevna eftir
dálitla þögn.
„Já. Það er kominn tími til
að halda heim.“
Þau fóru aftur til borgarinn-
ar.
Eftir þetta hittust þau á
hverjum degi á strandgötunni,
borðuðu saman, fóru í göngu-
ferðir og nutu þess að horfa á
hafið. Hún kvartaði yfir því að
hún svæfi illa og hefði mikinn
hjartslátt. Hún spurði sömu
spurninganna aftur og aftur,
stundum kvaldist hún af af-
brýðissemi, stundum var hún
hrædd um að honum hætti
að þykja vænt um hana. Oft,
þegar þau voru stödd á torginu
eða í skemmtigarðinum, og eng-
inn var nærstaddur, faðmaði
hann hana að sér og kyssti hana
ákaft. Hann sagði Önnu Sergu-
eyevnu hve yndisleg og freist-
andi hún væri. Ást hans var heit
og ofsafengin og þau voru sam-