Úrval - 01.10.1954, Síða 107
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN
105
an öllum stundum. Hún var oft
áhyggjufull og hugsandi, bað
hann jafnvel að játa að honum
væri orðið sama um hana; að
hann elskaði hana ekki, en liti
aðeins á hana sem skækju.
Þau bjuggust við að eiginmað-
ur hennar færi að koma. En
hann skrifaði bréf og sagðist
vera veikur í auganu og bað
konu sína að koma heim. Anna
Sergueyevna vildi fara heim.
„Það er gott að ég skuli vera
að fara,“ sagði hún við Gomov.
„Þetta eru forlögin."
Hún ferðaðist með vagni
fyrsta spölin og hann fór með
henni. Þau óku í heilan dag.
Þegar hún settist í sæti sitt í
hraðlestinni og bjallan hringdi
í annað sinn, sagði hún:
„Lofaðu mér að horfa á þig
einu sinni enn. Vertu eins og þú
átt að þér.“
Hún táraðist ekki, en var döp-
ur og með grátviprur um munn-
inn.
„Eg á eftir að hugsa oft til
þín,“ sagði hún. „Vertu sæll.
Vertu sæll. Við erum skilin að
eilífu. Við verðum að skilja af
því að við hefðum alls ekki átt
að hittast. Vertu sæll.“
Lestin ók af stað og fór hratt.
Ljósin hurfu, og eftir eina eða
tvær mínútur heyrðist ekki til
hennar lengur, það var eins og
allt hefði lagzt á eitt til þess að
má út þetta unaðslega, brjálæð-
iskennda ævintýri. Gomov stóð
einn eftir á brautarpallinum og
starði út í myrkrið, hann heyrði
tístið í engisprettunum og söng-
inn í símaþráðunum, og honum
fannst eins og hann væri að
vakna af svefni. Og hann hugs-
aði með sér að þetta hefði að-
eins verið eitt ástarævintýrið í
viðbót, og því væri nú lokið og
ekkert eftir nema minningin
ein. Hann var dapur og hrærð-
ur, og ekki laust við að hann
hefði dálítið samvizkubit; unga
konan, sem hann mundi aldrei
líta augum framar, hafði áreið-
anlega ekki verið hamingjusöm
með honum; hann hafði verið
góður og einlægur við hana, en
þó var alltaf einhver ertni í
framkomu hans, í rödd hans og
ástaratlotum. Það var hreykni
karlmannsins yfir því að hafa
náð konu á vald sitt, og það
bætti ekki úr skák að hann var
helmingi eldri en hún. Og hún
hafði alltaf sagt að hann væri
góður og göfugur, og þessvegna
hafði hann aldrei verið fullkom-
lega hreinskilinn við hana, og
hann hafði svikið hana óvilj-
andi...
Það var komin haustangan í
loftið og kvöldið var svalt.
„Þa.ð er kominn tími til að ég
fari norður,“ sagði Gomov við
sjálfan sig um leið og hann gekk
niður af brautarpallinum.
III.
I Moskvu var eins og um há-
vetur, það var kveikt upp í ofn-
unum, og á morgnana þegar
börnin voru að búa sig í skól-
ann og drekka teið sitt, var