Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 107

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 107
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN 105 an öllum stundum. Hún var oft áhyggjufull og hugsandi, bað hann jafnvel að játa að honum væri orðið sama um hana; að hann elskaði hana ekki, en liti aðeins á hana sem skækju. Þau bjuggust við að eiginmað- ur hennar færi að koma. En hann skrifaði bréf og sagðist vera veikur í auganu og bað konu sína að koma heim. Anna Sergueyevna vildi fara heim. „Það er gott að ég skuli vera að fara,“ sagði hún við Gomov. „Þetta eru forlögin." Hún ferðaðist með vagni fyrsta spölin og hann fór með henni. Þau óku í heilan dag. Þegar hún settist í sæti sitt í hraðlestinni og bjallan hringdi í annað sinn, sagði hún: „Lofaðu mér að horfa á þig einu sinni enn. Vertu eins og þú átt að þér.“ Hún táraðist ekki, en var döp- ur og með grátviprur um munn- inn. „Eg á eftir að hugsa oft til þín,“ sagði hún. „Vertu sæll. Vertu sæll. Við erum skilin að eilífu. Við verðum að skilja af því að við hefðum alls ekki átt að hittast. Vertu sæll.“ Lestin ók af stað og fór hratt. Ljósin hurfu, og eftir eina eða tvær mínútur heyrðist ekki til hennar lengur, það var eins og allt hefði lagzt á eitt til þess að má út þetta unaðslega, brjálæð- iskennda ævintýri. Gomov stóð einn eftir á brautarpallinum og starði út í myrkrið, hann heyrði tístið í engisprettunum og söng- inn í símaþráðunum, og honum fannst eins og hann væri að vakna af svefni. Og hann hugs- aði með sér að þetta hefði að- eins verið eitt ástarævintýrið í viðbót, og því væri nú lokið og ekkert eftir nema minningin ein. Hann var dapur og hrærð- ur, og ekki laust við að hann hefði dálítið samvizkubit; unga konan, sem hann mundi aldrei líta augum framar, hafði áreið- anlega ekki verið hamingjusöm með honum; hann hafði verið góður og einlægur við hana, en þó var alltaf einhver ertni í framkomu hans, í rödd hans og ástaratlotum. Það var hreykni karlmannsins yfir því að hafa náð konu á vald sitt, og það bætti ekki úr skák að hann var helmingi eldri en hún. Og hún hafði alltaf sagt að hann væri góður og göfugur, og þessvegna hafði hann aldrei verið fullkom- lega hreinskilinn við hana, og hann hafði svikið hana óvilj- andi... Það var komin haustangan í loftið og kvöldið var svalt. „Þa.ð er kominn tími til að ég fari norður,“ sagði Gomov við sjálfan sig um leið og hann gekk niður af brautarpallinum. III. I Moskvu var eins og um há- vetur, það var kveikt upp í ofn- unum, og á morgnana þegar börnin voru að búa sig í skól- ann og drekka teið sitt, var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.