Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 108

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 108
106 ÚRVAL niðamyrkur og það varð að kveikja á lampanum á meðan. Það var komið frost. Þegar snjóar í fyrsta skipti, þegar farið er í fyrstu sleðaferðina, er unun að horfa á hvíta jörðina og hvít húsþökin; maður dreg- ur andann örar og minnist æskuáranna. Gömlu linditrén og birkitrén, hvít af hrími, eru svo vinaleg, manni þykir miklu vænna um þau en kýprusviðinn og pálmana; og fjöllin og hafið gleymist. Gomov var borinn og barn- fæddur í Moskvu. Þegar hann kom aftur til borgarinnar var frost og hreinviðri; og þegar hann var kominn í loðúlpuna og búinn að setja á sig hlýja vettlinga og farinn að spóka sig úti og hafði heyrt kirkju- klukkurnar hringja, þá var eins og ferðalög hans og staðir sem hann hafði séð, misstu töfra- mátt sinn. Hann samlagaðist lífinu í Moskvu smám saman, þrautlas þrjú blöð á dag, þó að hann segði að það væri megin- regla sín að líta aldrei í Moskvu- blöðin. Hann fór að leggja leið sína á veitingastaði, fara í klúbba og miðdegisveizlur, og hann var upp með sér af því að lögfræðingar og leikarar heim- sóttu hann oft og að hann spil- aði við prófessor í háskóla- klúbbnum. Þannig leið mánuður, og hann hélt að hann mundi gleyma Önnu Sergueyevnu, og að hún mundi aðeins vitja hans ein- stöku sinnum í draumi, eins og aðrar konur sem hann hafði kynnzt. En það leið meira en mánuður. Það var komið fram á vetur, og endurminningin var svo skýr, að það var eins og hann hefði kvatt Önnu Ser- gueyevnu daginn áður. Og end- urminningin varð stöðugt skýr- ari og bjartari. Það var sama hvernig á stóð, þó að börnin væru að lesa lexíurnar sínar og hjalið í þeim bærist inn í her- bergið hans, þó að hann væri að hlusta á söng eða hljóðfæra- slátt í veitingahúsi eða bylurinn ýlfraði í reykháfunum, skyndi- lega sá hann allt ljóslifandi fyr- ir sér: fyrsta fund þeirra á strandgötunni, þokuhjúpuð f jöllin í morgunsárinu, og koss- ana. Hann gekk um gólf í her- bergi sínu, mundi eftir öllu og brosti, og svo breyttust minn- ingarnar í drauma og það liðna rann saman við framtíðina í huga hans. Hann dreymdi Önnu Sergueyevnu, ekki á næturnar, en hún fylgdi honum allsstaðar eins og skuggi, hafði gát á hon- um. Þegar hann lokaði augun- um, sá hann hana fyrir sér, og það var eins og hún væri fal- legri og yngri en í raunveruleik- anum; og honum fannst hann sjálfur vera glæsilegri en hann hafði verið á Yalta. Á kvöldin sýndist honum hún standa hjá bókaskápnum, am- inum eða í horninu og horfa á hann; hann heyrði andardrátt hennar og mjúkt skrjáfið í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.