Úrval - 01.10.1954, Síða 109
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN
107
kjólnum. Þegar hann mætti
konu á götu, virti hann andlit
hennar fyrir sér, til þess að
sjá hvort hún væri ekki lík
henni.. .
Hann þráði mjög að segja
einhverjum frá endurminning-
um sínum. En heima gat hann
ekki sagt neinum frá ást sinni,
og að heiman — þar gat hann
ekki heldur trúað neinum fyrir
henni. Og hvað átti hann að
segja ? Að hann væri ástfanginn ?
Var annars nokkuð rómantískt
eða háleitt eða jafnvel athyglis-
vert við kynni þeirra Önnu Ser-
gueyevnu ? Og hann fór að minn-
ast á ástir og kvenfólk, og eng-
inn vissi hvað hann var að fara.
Aðeins konan hans hnyklaði
dökkar augnabrúnirnar og sagði:
„Demitri, þú ættir ekki að
vera að þessu grobbi, þér fer
það ekki vel.“
Eitt kvöldið, þegar hann var
að koma úr ídúbbnum með
kunningja sínum, gat hann ekki
setið á sér að segja:
,,Ef þú vissir hvað ég kynnt-
ist yndislegri konu í Yalta.“
Kunninginn settist í sleðann
og ók af stað, en kallaði svo
allt í einu:
„Dimitri. Dimitrich!"
„Já.“
„Þú hafðir rétt fyrir þér.
Styrjan var skemmd.“
Gomov reiddist. En hve fólk
gat verið tilfinningalaust og
ruddalegt! Hve lífið á kvöldin
gat verið öfgafullt, og dagarn-
ir tómlegir og leiðinlegir! Það
var spilað, étið, drukkið og
rabbað fram og aftur um sama
efnið, mestur hluti dagsins fór í
fánýt störf og mas; lífið var
þrúgað og kyrkingslegt, einskis-
verður hégómi; og það var ó-
mögulegt að flýja — það hefði
ekki verið verra að vera í geð-
veikrahæli eða tugthúslimur.
Gomov svaf ekkert þessa
nótt, hann lá í rúminu sár og
gramur, og daginn eftir var
hann með höfuðverk. Og næstu
nótt svaf hann líka illa, hann
sat uppi og hugsaði eða gekk
um gólf. Hann gat ekki þolað
börnin, og honum leiddist í
bankanum, og hann langaði ekki
að tala við neinn.
Þegar leið að jólum bjóst
hann til ferðar og sagði konu
sinni að hann ætlaði til Péturs-
borgar — og fór til S. Hvers
vegna? Hann vissi það ekki
sjálfur. Hann langaði að hitta
Önnu Sergueyevnu, tala við
hana og mæla sér mót við hana.
Hann kom til S. að morgni
dags og fékk sér bezta herberg-
ið í hótelinu. Það var grá á-
breiða á gólfinu og á borðinu
stóð rykfallin blekbytta, skreytt
riddara sem sat á hauslausum
hesti og hélt á hatti í upplyftri
hendi.
Dyravörðurinn fræddi hann
um það sem hann þurfti að vita:
von Didenitz átti heima í Gon-
charnastræti og bjó í eigin húsi
— skammt frá hótelinu. Hann
var efnaður, átti hesta og allir
þekktu hann.