Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 109

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 109
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN 107 kjólnum. Þegar hann mætti konu á götu, virti hann andlit hennar fyrir sér, til þess að sjá hvort hún væri ekki lík henni.. . Hann þráði mjög að segja einhverjum frá endurminning- um sínum. En heima gat hann ekki sagt neinum frá ást sinni, og að heiman — þar gat hann ekki heldur trúað neinum fyrir henni. Og hvað átti hann að segja ? Að hann væri ástfanginn ? Var annars nokkuð rómantískt eða háleitt eða jafnvel athyglis- vert við kynni þeirra Önnu Ser- gueyevnu ? Og hann fór að minn- ast á ástir og kvenfólk, og eng- inn vissi hvað hann var að fara. Aðeins konan hans hnyklaði dökkar augnabrúnirnar og sagði: „Demitri, þú ættir ekki að vera að þessu grobbi, þér fer það ekki vel.“ Eitt kvöldið, þegar hann var að koma úr ídúbbnum með kunningja sínum, gat hann ekki setið á sér að segja: ,,Ef þú vissir hvað ég kynnt- ist yndislegri konu í Yalta.“ Kunninginn settist í sleðann og ók af stað, en kallaði svo allt í einu: „Dimitri. Dimitrich!" „Já.“ „Þú hafðir rétt fyrir þér. Styrjan var skemmd.“ Gomov reiddist. En hve fólk gat verið tilfinningalaust og ruddalegt! Hve lífið á kvöldin gat verið öfgafullt, og dagarn- ir tómlegir og leiðinlegir! Það var spilað, étið, drukkið og rabbað fram og aftur um sama efnið, mestur hluti dagsins fór í fánýt störf og mas; lífið var þrúgað og kyrkingslegt, einskis- verður hégómi; og það var ó- mögulegt að flýja — það hefði ekki verið verra að vera í geð- veikrahæli eða tugthúslimur. Gomov svaf ekkert þessa nótt, hann lá í rúminu sár og gramur, og daginn eftir var hann með höfuðverk. Og næstu nótt svaf hann líka illa, hann sat uppi og hugsaði eða gekk um gólf. Hann gat ekki þolað börnin, og honum leiddist í bankanum, og hann langaði ekki að tala við neinn. Þegar leið að jólum bjóst hann til ferðar og sagði konu sinni að hann ætlaði til Péturs- borgar — og fór til S. Hvers vegna? Hann vissi það ekki sjálfur. Hann langaði að hitta Önnu Sergueyevnu, tala við hana og mæla sér mót við hana. Hann kom til S. að morgni dags og fékk sér bezta herberg- ið í hótelinu. Það var grá á- breiða á gólfinu og á borðinu stóð rykfallin blekbytta, skreytt riddara sem sat á hauslausum hesti og hélt á hatti í upplyftri hendi. Dyravörðurinn fræddi hann um það sem hann þurfti að vita: von Didenitz átti heima í Gon- charnastræti og bjó í eigin húsi — skammt frá hótelinu. Hann var efnaður, átti hesta og allir þekktu hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.