Úrval - 01.10.1954, Side 110

Úrval - 01.10.1954, Side 110
108 tJRVAL Gomov gekk hægt til Gon- charnastrætis og fann húsið, Fyrir framan það var löng, grá girðing, alsett göddum. „Það fer enginn yfir svona girðingu," sagði Gomov við sjálfan sig og varð litið af glugganum á girðinguna. Hann hugsaði með sér: „1 dag er helgidagur og maðurinn hennar er sennilega heima. Auk þess er ókurteisi að heimsækja hana og gera henni bilt við. Ef hann skrifaði henni bréf, gæti það lent í höndum eiginmanns- ins og eyðilagt allt. Skynsam- legast er að bíða og sjá hvað setur.“ Og hann hélt áfram að ganga fram og aftur um göt- una, og kringum girðinguna, og beið. Hann heyrði að ein- hver var að leika á píanó. Það hlaut að vera Anna Serguey- evna. Allt í einu opnuðust dyrn- ar og gömul kona kom út, og á eftir henni hljóp hvíti hundur- inn, sem hann kannaðist svo vel við. Gomov langaði að kalla á hundinn, en skyndilega fékk hann hjartslátt og mundi ekki hvað hundurinn hét. Hann gekk áfram og hataði gráu girðinguna meira og meira og hugsaði með gremju til þess að Anna Sergueyevna væri búin að gleyma honum, og að hún væri ef til vill farin að skemmta sér með einhverjum öðrum, enda var ekki hægt að áfellast hana fyrir það, því að hún var ung kona og var neydd til að horfa á þessa bölvaða girðingu frá morgni til kvölds. Hann fór heim í herbergið sitt, sat þar lengi á legubekknum og vissi ekki hvað hann átti að taka til bragðs. Síðan borðaði hann, lagði sig og svaf lengi. „En hvað allt er erfitt og öf- ugsnúið," sagði hann við sjálfan sig þegar hann vaknaði og sá á glugganum að það var orðið dimmt; það var komið kvöld. ,,Ég er búinn að sofa nóg, og hvað á ég að gera í kvöld?“ Hann settist á rúmið, sem var með ódýrri, grárri ullarábreiðu, samskonar ábreiðu og notaðar eru í sjúkrahúsum, og leið miklar sálarkvalir. „Svona fór það þá með kon- una með kjölturakkann . . . Svona endaði þá þetta mikla ævintýri ...“ En um morguninn, þegar hann kom á brautarstöðina, hafði hann tekið eftir auglýs- ingaspjaldi með stóru letri: „Gleðikonan. Frumsýning.11 Þetta rif jaðist nú upp fyrir hon- um og hann fór í leikhúsið. „Það getur vel verið að hún fari að sjá frumsýninguna,“ sagði hann við sjálfan sig. Leikhúsið var þéttskipað. Hljómsveitin lék lengi meðan fólk var að koma sér í sætin. Gomov skimaði í kringum sig. Loks kom Anna Sergueyevna. Hún settist á þriðja bekk, og þegar Gomov sá hana, fékk hann sting í hjartað, og hann vissi að honum var engin kona nákomnari og kærari í öllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.