Úrval - 01.10.1954, Síða 113
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN
111
hafði minnstu hugmynd um það,
eða mundi nokkurntíma fá vitn-
eskju um það. Hann lifði tvenns-
konar lífi: öðru á yfirborðinu,
sem allir gátu séð og vitað um,
ef þá langaði til þess; það var
líf eins og gerist og gengur, ofið
úr sannleika og lygi, nákvæm-
lega eins og líf vina hans og
kunningja; og hann lifði líka
öðru lífi, sem var myrkrinu hul-
ið og enginn vissi um. Það vildi
svo einkennilega til, að allt sem
hann mat mest, allt sem var
honum kærast í lífinu, allt sem
gerði honum fært að vera ein-
lægur og afneita sjálfsblekking-
unni, og var innsti kjarni í per-
sónuleika hans; þetta allt varð
hann að fela fyrir öðrum; hitt,
sem var undirrót óhreinskiln-
innar, hjúpurinn sem hann huldi
sig í til þess að leyna sannleik-
anum, svo sem starf hans í
bankanum, rabbið í klúbbnum,
háðsyrðin um kvenfólkið, þátt-
taka hans í samkvæmislífinu
með eiginkonunni — þetta var
a.llt opinbert. Og þar sem hann
dæmdi aðra eftir sjálfum sér,
lagði hann ekki trúnað á það,
sem hann sá, og gerði ráð fyrir
að allir aðrir lifðu líka hinu
raunverulega lífi sínu bak við
leyndardómsfulla hulu líkt og í
skjóli náttmyrkurs.
Þegar Gomov hafði fylgt dótt-
ur sinni í skólann, hélt hann til
Slaviansky Basar. Hann fór úr
loðúlpunni, gekk upp stigann og
drap mjúklega á dyrnar. Anna
Sergueyevna var í gráa kjóln-
um, sem honum þótti svo fal-
legur, hún var þreytt eftir ferð-
ina og hafði verið að búast við
honum alla nóttina. Hún var föl,
horfði á hann án þess að brosa
og fleygði sér í faðm hans undir
eins og hann kom inn. Þau
kysstust lengi og ætluðu ekki að
geta skilið sig hvort frá öðru.
Það var eins og þau hefðu ekki
sézt í mörg ár.
,,Jæja, hvernig hefur þér lið-
ið?“ spurði hann. „Hvað er í
fréttum?"
„Bíddu. Ég skal segja þér
það rétt strax . . . Ég get það
ekki.“ Hún kom ekki upp orði
fyrir ekka. Hún sneri sér und-
an og þurrkaði sér um augun.
Hann hringdi og bað um te,
og meðan hann var að drekka
það, stóð hún grafkyrr og starði
út um gluggann . . .
Hún grét sáran yfir ógæfu
þeirra; þau gátu ekki fundizt
nema í laumi, urðu að fara í
felur eins og þjófar! Var þetta
nokkurt líf?
„Gráttu ekki . . . Gráttu ekki,“
sagði hann.
Honum var ljóst, að þau
áttu enn eftir að elskast lengi,
hve lengi — um það varð engu
spáð. Anna Sergeyevna varð æ
hrifnari af honum; hún sá ekki
sólina fyrir honum og það var
óhugsandi að hann segði henni
að ást þeirra hlyti einhverntíma
að kólna og deyja út; hún mundi
ekki trúa því.
Hann gekk til hennar og
klappaði henni blíðlega á öxl-