Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 113

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 113
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN 111 hafði minnstu hugmynd um það, eða mundi nokkurntíma fá vitn- eskju um það. Hann lifði tvenns- konar lífi: öðru á yfirborðinu, sem allir gátu séð og vitað um, ef þá langaði til þess; það var líf eins og gerist og gengur, ofið úr sannleika og lygi, nákvæm- lega eins og líf vina hans og kunningja; og hann lifði líka öðru lífi, sem var myrkrinu hul- ið og enginn vissi um. Það vildi svo einkennilega til, að allt sem hann mat mest, allt sem var honum kærast í lífinu, allt sem gerði honum fært að vera ein- lægur og afneita sjálfsblekking- unni, og var innsti kjarni í per- sónuleika hans; þetta allt varð hann að fela fyrir öðrum; hitt, sem var undirrót óhreinskiln- innar, hjúpurinn sem hann huldi sig í til þess að leyna sannleik- anum, svo sem starf hans í bankanum, rabbið í klúbbnum, háðsyrðin um kvenfólkið, þátt- taka hans í samkvæmislífinu með eiginkonunni — þetta var a.llt opinbert. Og þar sem hann dæmdi aðra eftir sjálfum sér, lagði hann ekki trúnað á það, sem hann sá, og gerði ráð fyrir að allir aðrir lifðu líka hinu raunverulega lífi sínu bak við leyndardómsfulla hulu líkt og í skjóli náttmyrkurs. Þegar Gomov hafði fylgt dótt- ur sinni í skólann, hélt hann til Slaviansky Basar. Hann fór úr loðúlpunni, gekk upp stigann og drap mjúklega á dyrnar. Anna Sergueyevna var í gráa kjóln- um, sem honum þótti svo fal- legur, hún var þreytt eftir ferð- ina og hafði verið að búast við honum alla nóttina. Hún var föl, horfði á hann án þess að brosa og fleygði sér í faðm hans undir eins og hann kom inn. Þau kysstust lengi og ætluðu ekki að geta skilið sig hvort frá öðru. Það var eins og þau hefðu ekki sézt í mörg ár. ,,Jæja, hvernig hefur þér lið- ið?“ spurði hann. „Hvað er í fréttum?" „Bíddu. Ég skal segja þér það rétt strax . . . Ég get það ekki.“ Hún kom ekki upp orði fyrir ekka. Hún sneri sér und- an og þurrkaði sér um augun. Hann hringdi og bað um te, og meðan hann var að drekka það, stóð hún grafkyrr og starði út um gluggann . . . Hún grét sáran yfir ógæfu þeirra; þau gátu ekki fundizt nema í laumi, urðu að fara í felur eins og þjófar! Var þetta nokkurt líf? „Gráttu ekki . . . Gráttu ekki,“ sagði hann. Honum var ljóst, að þau áttu enn eftir að elskast lengi, hve lengi — um það varð engu spáð. Anna Sergeyevna varð æ hrifnari af honum; hún sá ekki sólina fyrir honum og það var óhugsandi að hann segði henni að ást þeirra hlyti einhverntíma að kólna og deyja út; hún mundi ekki trúa því. Hann gekk til hennar og klappaði henni blíðlega á öxl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.