Úrval - 01.10.1954, Síða 114
112
ÚRVAL
ina. og í sömu andrá sá hann
sig í speglinum.
Hár hans var þegar farið að
grána, og honum þótti kynlegt
hve mjög hann hafði elzt og ó-
fríkkað síðustu árin. — Herðar
hennar voru mjúkar og hlýjar
og það fór titringur um hana
þegar hann snerti þær. Hann
varð skyndilega gagntekinn af
samúð með henni, hún var svo
ung og falleg, en þó sennilega
farin að fölna og blikna eins og
hann sjálfur. Hvers vegna elsk-
aði hún hann svona heitt ? Kon-
ur höfðu aldrei þekkt hann eins
og hann var í raun og veru, þær
elskuðu ekki hann sjálfan, held-
ur ímyndaðan karlmann, óska-
draum sinn í lífinu, og þó að
þær uppgötvuðu mistök sín, þá
elskuðu þær hann fyrir því. Og
engin þeirra var hamingjusöm
með honum. Tíminn leið; hann
kynntist konum og átti vingott
við þær, og aftur skildu leiðir,
en hann hafði aldrei orðið ást-
fanginn; hann hafði aldrei vitað
hvað ást var. Og nú loks, þegar
hár hans var farið að grána, var
hann orðinn ástfanginn fyrir al-
vöru — í fyrsta sinn á ævinni.
Anna Sergueyevna og hann
elskuðu hvort annað eins og
hjón, eins og kærir vinir; örlög-
in hlutu að hafa ætlað þeim að
njótast, og það var óskiljanlegt
að hann skyldi vera kvæntur
annarri konu og hún öðrum
manni; þau voru eins og tveir
farfuglar, karlfugl og kvenfugl,
sem höfðu verið veidd í snöru og
neyddir til að lifa hvor í sínu
búri. Þau höfðu fyrirgefið hvort
öðru allt sem liðið var og þau
blygðuðust sín fyrir; þau fyrir-
gáfu líka hvort öðru allt á líð-
andi stund, og þau fundu að ást-
in hafði gerbreytt þeim.
Áður fyrr, þegar hann hafði
iðrast gerða sinna og verið sleg-
inn samvizkubiti, var hann van-
ur að hughreysta sig með alls
konar röksemdum, sem hann
taldi sér til málsbóta, en nú var
allt slíkt fjarri honum; hann
fann til djúprar meðaumkunar,
og hann þráði það eitt að vera
blíður og einlægur . ..
„Gráttu ekki, elskan mín“,
sagði hann. ,,Þú ert búin að
gráta nóg ... Við skulum tala
saman og vita hvort okkur dett-
ur ekki eitthvað í hug.“
Svo fóru þau að tala saman
og reyndu að finna eitthvert ráð
til þess að komast hjá pukrinu
og blekkingunni, og þeirri kvöl
að verða að búa sitt í hvorri
borg og geta ekki hitzt nema
endruni og eins. Hvernig gátu
þau slitið af sér þessa óbærilegu
fjötra?
„Hvernig? Hvernig?“ spurði
hann, og grúfði andlitið í hend-
ur sér. „Hvernig?“
Og þeim virtist sem lausnin
væri aðeins skammt undan og
þá biði þeirra nýtt, dásamlegt
líf og þeim var báðum ljóst, að
þau mundu eiga samleið lengi
enn, og að erfiðasti og þungbær-
asti þátturinn í lífi þeirra væri
að hef jast. Ö. B. þýddi.