Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 114

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 114
112 ÚRVAL ina. og í sömu andrá sá hann sig í speglinum. Hár hans var þegar farið að grána, og honum þótti kynlegt hve mjög hann hafði elzt og ó- fríkkað síðustu árin. — Herðar hennar voru mjúkar og hlýjar og það fór titringur um hana þegar hann snerti þær. Hann varð skyndilega gagntekinn af samúð með henni, hún var svo ung og falleg, en þó sennilega farin að fölna og blikna eins og hann sjálfur. Hvers vegna elsk- aði hún hann svona heitt ? Kon- ur höfðu aldrei þekkt hann eins og hann var í raun og veru, þær elskuðu ekki hann sjálfan, held- ur ímyndaðan karlmann, óska- draum sinn í lífinu, og þó að þær uppgötvuðu mistök sín, þá elskuðu þær hann fyrir því. Og engin þeirra var hamingjusöm með honum. Tíminn leið; hann kynntist konum og átti vingott við þær, og aftur skildu leiðir, en hann hafði aldrei orðið ást- fanginn; hann hafði aldrei vitað hvað ást var. Og nú loks, þegar hár hans var farið að grána, var hann orðinn ástfanginn fyrir al- vöru — í fyrsta sinn á ævinni. Anna Sergueyevna og hann elskuðu hvort annað eins og hjón, eins og kærir vinir; örlög- in hlutu að hafa ætlað þeim að njótast, og það var óskiljanlegt að hann skyldi vera kvæntur annarri konu og hún öðrum manni; þau voru eins og tveir farfuglar, karlfugl og kvenfugl, sem höfðu verið veidd í snöru og neyddir til að lifa hvor í sínu búri. Þau höfðu fyrirgefið hvort öðru allt sem liðið var og þau blygðuðust sín fyrir; þau fyrir- gáfu líka hvort öðru allt á líð- andi stund, og þau fundu að ást- in hafði gerbreytt þeim. Áður fyrr, þegar hann hafði iðrast gerða sinna og verið sleg- inn samvizkubiti, var hann van- ur að hughreysta sig með alls konar röksemdum, sem hann taldi sér til málsbóta, en nú var allt slíkt fjarri honum; hann fann til djúprar meðaumkunar, og hann þráði það eitt að vera blíður og einlægur . .. „Gráttu ekki, elskan mín“, sagði hann. ,,Þú ert búin að gráta nóg ... Við skulum tala saman og vita hvort okkur dett- ur ekki eitthvað í hug.“ Svo fóru þau að tala saman og reyndu að finna eitthvert ráð til þess að komast hjá pukrinu og blekkingunni, og þeirri kvöl að verða að búa sitt í hvorri borg og geta ekki hitzt nema endruni og eins. Hvernig gátu þau slitið af sér þessa óbærilegu fjötra? „Hvernig? Hvernig?“ spurði hann, og grúfði andlitið í hend- ur sér. „Hvernig?“ Og þeim virtist sem lausnin væri aðeins skammt undan og þá biði þeirra nýtt, dásamlegt líf og þeim var báðum ljóst, að þau mundu eiga samleið lengi enn, og að erfiðasti og þungbær- asti þátturinn í lífi þeirra væri að hef jast. Ö. B. þýddi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.