Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 115
Hefurðu heyrt ....
Framhald af 4. kápusíðu.
á norðurhveli verða snöggt um
heitari en nú.
að ýmis lönd Evrópu hafa flutt
inn verkafólk eftir stríðið. 1
Frakklandi eru 6% verka-
manna útlendingar. í Sviss
4,5%, i Belgíu 4% og i Sví-
þjóð tæp 4%.
að fjarðlægðin til tunglsins vex
jafnt og þétt — um 10 metra
á 100 árum. Við það minnka
hömlur þess á snúning jarðar,
þannig að sólarhringurinn
lengist, svo og hringferðar-
tími tunglsins umhverfis jörð-
ina. Að því mun koma, að sól-
arhringurinn og tunglmánuður-
inn verða jafnlangir — 47 nú-
verandi sólarhringar. En þang-
að til munu líða um 50 milljarð-
ar ára.
að Evrópumenn og afkomendur
þeirra í öðrum heimsálfum eru
nú átta sinnum fleiri en þeir
voru 1650. Á sama tíma hafa
aðrir íbúar jarðarinnar orðið
þrefalt fleiri.
að örlagastund sólarhringsins er
klukkan fjögur að morgni. Það
er þá sem læknar vakna oftast
við símahringingu og eru
kvaddir til sjúklinga, og þá
verða flest dauðsföll á sjúkra-
húsum. Klukkan fjögur að
degi til er einnig mikil örlaga-
stund. Það er ein af óleystu
gátum mannkynsins, að á þess-
um tveim tímum sólarhrings-
ins deyja fleiri menn — og
fæðast fleiri börn — en á
nokkrum öðrum tíma sólar-
hringsins.
að hitinn á jörðinni náði hámarki
árið 3000 f. Kr. Úthafskönnuð-
ir vonast til að geta sagt fyrir
um, hvort vér stefnum nú að
nýrri ísöld eða hlýrra loftslagi.
með því að rannsaka botnleðju
úthafanna.
að norski heimspekingurinn Niels
Treschow hélt því fram í byrj-
18. aldar, að maðurinn væri af-
komandi rostungsins, af þvi að
rostungurinn væri eina dýrið,
sem gæti tárast, eins og mað-
urinn.
að hin alþjóðlega töfraþula hókus
pókus fílíókus er eiginlega lat-
ína. Og ekki aðeins það — hún
er komin úr kaþólskum messu-
söng! Þegar presturinn söng
við altarisgönguna: Hoc est
pater jiliusque — sem þýðir:
þetta er faðirinn og sonurinn
— og bar jafnframt kaleikinn
að sér og frá, þá hélt almenn-
ingur á miðöldum í fáfræði
sinni, að hér væri um töfraþulu
að ræða. Og svo notfærðu menn
sér hana þegar þeim fannst
þeir þurfa á henni að halda og
fóru með hana eins og hún
hljómaði í eyrum þeirra í kirkj-
unni: hókus pókus fílíókus.
Framhald á 2. kápusíðu.