Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 14
12
ÚR VAL
lífi). Honum er fyrstborinn mat-
ur og hann fer fyrstur inn í f jöl-
skyldubaðið (karlar og konur
og börn baða sig saman í brenn-
heitu vatni). Allir aðrir í fjöl-
skyldunni hneigja sig fyrir hon-
um; hann ræður yfir öllum eign-
um fjölskyldunnar, er prestur
hennar og ræður hjónabandi og
hjónaslitum barna sinna, jafnvel
þó að þau eigi börn sjálf. Næst-
ur föðurnum gengur elzti sonur-
inn. Samkvæmt hefð og gömlum
um lögum er hann einkaerfingi,
en eftir stríðið voru sett lög
sem veita öllum börnum og ætt-
ingjum hlutdeild í arfi. I reynd
er þeim lögum þó ekki fylgt
nema að nokkru leyti.
Börnunum er frá fæðingu
innrætt virðing fyrir þessari
hlutverkaskiptingu innan fjöl-
skyldunnar. Þau læra þegar í
bernsku að hneigja sér fyrir
höfuðsmanni f jölskyldunnar.
Móðirin er alla tíð með ungbarn-
ið á bakinu og beygir höfuð þess
í hvert skipti sem hún hneigir
sig.
Þannig eru þá uppeldisskil-
yrði japanskrar æsku. Hvaða
áhrif hafa breytingarnar eftir
stríðið haft á þessu sviði? Hafa
opinberar umbætur raunveru-
lega breytt lifnaðarháttunum ?
Hefur æskan verið hvött til að
sýna meira frumkvæði og sjálf-
stæði innan f jölskyldunnar ?
Hefur hún fagnað hinum nýju
tækifærum, sem henni hafa boð-
izt?
Skoðanakönnun UNESCO
leitaðist við að fá svar við þess-
um spurningum. Það varð brátt
ljóst, að æskan gleypir ekki
lengur gagnrýnislaust við hug-
myndum fullorðna fólksins. All-
ir sem spurðir voru hvort þeir
væru stundum ósammála feðr-
um sínum eða öðrum fullorðn-
um innan fjölskyldunnar, svör-
uðu játandi. Flest ágreinings-
efnin voru „milli gamaldags
skoðana og nýrra hugmynda
um félagslega vandamál, s. s.
skilnað, jafnrétti milli kynjanna
og barnauppeldi".
Skoðanakönnun meðal full-
orðna fólksins staðfesti að við-
horf æskunnar til fjölskyld-
unnar væri breytt. 66% töldu,
að „þeim börnum færi f jölgandi,
sem ekki tækju tillit til foreldra
sinna.“ Kennarar í Sapporo
sögðu, að ágreiningur milli
barna og foreldra færi vaxandi
— ekki af því að siðgæðis-
kennsla hefði verið lögð niður
í skólunum, heldur af því að
frelsishugtakið hefði verið mis-
túlkað.
En sú skoðun fullorðna fólks-
ins, að æskan hafi ekki lengur
áhuga á fjölskyldulífi, er ekki
í samræmi við niðurstöður skoð-
anakönnunarinnar. Afstaðan til
valdaskiptingar innan f jölskyld-
unnar hefur án efa breytzt, en
æskan virðist enn meta mikils
þau verðmæti, sem tengd eru
fjölskyldunni. Bæði piltar og
stúlkur nefndu fyrst fjölskyldu-
lífið þegar þau voru spurð af
hverju þau væntu sér mestrar