Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 113
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR
111
ið hennar og handfjatlaði hár-
bursta. ,,£§■ smíðaði þennan
bursta handa þér. Manstu eft-
ir því? Hann er ekki svo illa
gerður.“
Hún tók burstann af honum.
„Vertu ekki að rugla öllu á
snyrtiborðinu. Annars held ég
þér veitti ekki af að fara að
ganga frá þínum hlutum. Þú
veizt að við flytjum í kvöld.“
„Já, kannske þú. Ekki ég.“
Hún varð sem þrumu lostin.
„Hvað áttu við?“ sagði hún og
gekk tvö skref aftur á bak. Hún
lagði burstann á borðið.
Hann stóð upp og sagði með
hægð: „Setztu og burstaðu á þér
hárið. Þá hefur þú eitthvað að
gera, ef þú vilt ekki hlusta
á mig. Gerðu svo vel!“ Hann
rétti henni burstann, og hún
settist. „Einu sinni fannst mér
gaman þegar þú varst að bursta
á þér hárið — að horfa á al-
varlegt andlit þitt og fjarræn
augun og bollana við olnbogana.
En nú skal ég ekki horfa á
þig. Þú ert einmana og ég er
einmana og . . . Hvað varstu
annars að spyrja mig um? Já,
hvort ég ætlaði ekki að búa mig
undir að flytja. Ég þarf þess
ekki. Ég ætla nefnilega ekki að
vera með ykkur í örkinni."
„Trúir þú þá ekki á synda-
flóðið? Ég skil það vel.“
„Stundum trúi ég á það og
stundum ekki. En ég er viss um
eitt: ég er ekki þess verður að
bjargast. Pabbi og mamma, Sem
og Kerin — ég skil það. Þau eru
góðar manneskjur. Ég er ekki
eins viss um Jafet og Meri-
bal. Hjón, sem eru eins
hamingjusöm og þau, eru jafn-
hamingjusöm þó að þau deyi.
En þau eru beztu börn og
hafa ekki gert neinum mein. Og
þú, Ayesha — ég skil það líka
— því að fegurðin — hin hreina
fegurð — á alltaf skilið
að lifa. En þegar ég hugsa um
sjálfan mig, fer ég að efast. Mér
finnst það rangt að átta mann-
eskjur eigi að bjargast, en allar
aðrar séu dæmdar til að farast.
Það eru margar vondar mann-
eskjur í heiminum, og ég tel mig
í þeirra hópi — en börn — lítil
börn — eru ekki vond. Ég get
ekki trúað á svo ranglátan guð.“
,,0g þessvegna ætlar þú að
hætta á að verða eftir?“
„Já, . . . og Ayesha, mig lang-
ar til að þú hættir á það með
mér.“
„Hvers vegna?“
Það var eins og hann væri að
tala við sjálfan sig: Ég hélt að
ég mundi aldrei þora að segja
þér frá þessu. En um daginn
þegar þú hrópaðir: „Hvers
vegna megum við ekki drukkna
öll saman, þá er þessu lokið.“
— Þá varð mér Ijóst, að þú ert
Iíka óhamingjusöm og að það er
ekki öll von úti enn. Ég get orð-
að þetta öðruvísi," röddin varð
nú ákveðnari. „Ég mundi
verða brjálaður ef ég ætti að
búa með þér í þessari bölvaðri
örk í heilt ár og horfa á Jafet
og Meribal og vita, að ég elska