Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 66
64
tjRVAL
in var endurtekin, og voru þá
notaðir tíu hlutar af vetni á
móti einum hlut af helíum —
sama hlutfall og er á sólinni
— og komu þá í ljós þau lit-
rófsbönd, sem vantað hafði í
fyrra skiptið.
Það er m. a. til þess að fá
frekari sannanir fyrir þessum
kenningum um norðurljósin, að
vísindamenn frá 30 þjóðum eru
að setja upp rannsóknarstöðv-
ar þar sem þeir geta gert at-
huganir sínar þegar norður-
ljósin ná hámarki sínu næst,
1957—58. Ein stöð í Alaska og
önnur á MacQuarrie-eyju á suð-
urheimskautssvæðinu munu
bera saman brautir norðurljós-
agna á leið sinni norður og suð-
ur frá straumhringnum við
miðbaug. Notaðar munu verða
eldflaugar og loftbelgir, sem
sleppt verður í Kanada, Alaska
og Grænlandi. Loftbelgirnir
bera eldflaugarnar upp í há-
loftin, en þær halda síðan
áfram upp í norðurljósasvæðið
með mælitæki sín.
Sjálfboðaliðum, einkum flug-
mönnum, sem fljúga yfir af-
skekkt svæði jarðarinnar, munu
verða látnar í té sérstakar ljós-
síur, sem aðeins hleypa í gegn-
um sig geislum frá norðurljós-
unum, í von um að þeir geti
lagt einhvern skerf til rannsókn-
anna.
Við Cornellháskólann og há-
skólann í Alaska mun radio-
stjörnukíkjum verða beint
gegnum norðurljósin á fjarlæg-
ar stjörnur til þess að komast
að því hvaða áhrif þau hafa
á radiobylgjur, sem stjörnum-
ar senda frá sér. Ef til vill
finnast þá einhverjar bylgjur,
sem komast hindrunarlaust
gegnum norðurljósin og verður
þá hægt að nota þær til fjar-
skipta á norðurljósasvæðinu.
Meðal annarra verkefna þess-
ara alþjóðarannsókna er að
sanna eða afsanna þá kenningu,
að loftslagsbreytingar á norð-
urheimskautssvæðinu hafi gagn-
ger áhrif á veður á öllu norð-
urhveli jarðar. Meginlandsjökl-
ar og heimskautaísinn munu
verða mældir til að sjá hve mik-
ið hefur bráðnað síðan mæling-
ar voru gerðar 1932—33; þeg-
ar virðist ljóst, að bráðnunin
sé það ör, að Norðuríshafið
verði orðið skipgengt eftir 25
til 50 ár. Nægilegt vatn er bund-
ið í heimskautaísnum til þess
að hækka yfirborð heimshaf-
anna um 30 metra eða meira;
og jarðfræðingum leikur hug-
ur á að vita, hve langt verði
þangað til hinar víðáttumiklu
láglendisstrendur þar sem
margar helztu borgir heimsins
standa, muni fara í kaf, ef
bráðnunin heldur áfram með
sama hraða og nú. En eftir
fáu munu vísindamennirnir bíða
með eins mikilli eftirvæntingu
og því, hverjar verði niður-
stöðurnar af athugunum á norð-
urljósunum.