Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
birta af degi þegar ég sofnaði.
Þá hafði ég ekki aðeins viður-
kennt fyrir sjálfum mér að ég
væri afbrýðisamur, heldur einn-
ig fundið einhverja undarlega
nautn í að kvelja sjálfan mig
með þessari nagandi ástríðu.
Ég lagði kaldur á ráðin um
það hvernig ég gæti fengið svar
við öllum spurningum mínum.
Hafði hún verið með fleiri mönn-
um? Var ég, maðurinn hennar,
aðeins einn af mörgum elskhug-
um? Var játning hennar í nótt
aðeins kænskubragð vergjarn-
ar konu, uppfundið til þess að
telja mér trú um, að hér hefði
aðeins verið um eina meinlausa
hrösun að ræða? Var hún í
raun og veru hjá vinkonum sín-
um þau kvöld sem hún sagðist
vera þar ? Hvað vissi ég um það!
En ég skyldi komast að því.
Hún skyldi ekki fara á bak við
mig.
NIÐURLÆGINGU minni og
nagandi ótta næstu mánuði
fá engin orð lýst. Öðru hvoru
rofaði til í huga mínum og ég
sá hve hegðun mín var vitfirr-
ingsleg. En þær stundir voru
skammvinnar. Afbrýðisemi mín
knúði mig til að leika tveim
skjöldum, af svo kaldrifjaðri
lævísi, að Margaretu grunaði
aldrei neitt.
Þegar ég nú hugsa aftur til
þessa tíma, er mér með öllu ó-
skiljanlegt hvernig afbrýðisem-
in gat gjörbreytt mér svo, að ég
blygðaðist mín ekki fyrir að beita
hinum andstyggilegustu brögð-
um. Ég lá á hleri þegar Marga-
reta talaði í símann, ég leitaði
í handtöksunni hennar og skrif-
borðskúffunum, einkabréf henn-
ar opnaði ég með gufu. Þegar
hún fór að heiman, fann ég
alltaf einhver ráð til að kom-
ast að því hvort hún færi þang-
að sem hún sagðist ætla. Eg
veitti henni jafnvel eftirför, ef
ég gat það ekki með öðru móti;
læddist eins og hundur á eftir
henni. Þegar ég fann enga sönn-
un þess að hún væri mér ótrú,
efldi ég aðeins njósnir mínar.
Á þennan hátt knúði hin vit-
firringslega martröð mig æ
lengra burt frá heilbrigðri skyn-
semi og dómgreind. Stundum
varð mér ljóst, að þetta hlyti að
enda með skelfingu, en ég hafði
ekki lengur neinn hemil á þess-
ari gandreið.
Það voru liðnir sex mánuðir
frá „játningu“ Margaretu þegar
hin skelfilega nótt kom. Næt-
urnar á undan hafði ég legið
andvaka í rúminu. Líkami minn
var örmagna, tilfinningalíf mitt
á tætingi vegna þeirrar djöful-
legu ástríðu sem hafði altekið
mig. Margareta var ástleitin
þetta kvöld. En mér mistókst.
Líkami minn hafði nú einnig
glatað hæfileikanum til að elska
hana.
EGAR andardráttur hennar
var orðinn djúpur og róleg-
ur, læddist ég fram úr rúminu.