Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 109
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR
107
„Nei, ég á aðallega við for-
eldra Meribalar."
„Ég er alveg á sama máli,“
sagði Hanna ákveðin. Ég skrepp
til hennar mömmu þinnar í dag,
Meribal, og þá skal ég segja
benni alla söguna.“
Síðan fór Hanna í heimsókn
til móður Meribalar. Þær heils-
uðust innilega eins og kvenna
er siður. Þegar þær höfðu heils-
ast sagði Hanna:
,,En hvað veðrir er indælt —
en það spillti að vísu ekki þó
að hann rigndi dálítið."
„Ef mér skjátlast ekki, þá
fer hann bráðum að rigna,“
sagði móðir Meribalar.
,,Þú ert þá búin að heyra
fréttirnar?" sagði Hanna og hló.
,,Að hugsa sér — fjörutíu daga
og f jörutíu nætur. Það nær engri
átt!“
,,Er þetta satt?“ spurði móð-
ir Meribalar og leit upp í loftið.
,,Já, ég er smeyk við það. En
þú veizt annars hvernig hann
Nói er.“
„Svona var hann Shobal líka,
en ég vandi hann af því.“
„Þú kannt líka tökin á hon-
um, Tirza,“ sagði Hanna og and-
varpaði. „Bara að ég hefði tek-
ið Nóa sömu tökum nógu
snemma. Nú er það orðið of
seint. Ég verð víst að halda
áfram að segja já og amen við
öllu meðan ég tóri.“
„Og þú trúir þessu auðvitað
ekki?“ sagði Tirza.
„Áttu við syndaflóðið ?“
Hanna hló. „Hvernig spyrðu,
góða mín ? Heldur þú að nokkr-
um detti í hug að það rigni
svona lengi ?“
„Ég sagði Shobal þetta líka:
Hver hefur nokkurntíma heyrt
að það hafi rignt í f jörutíu daga
og fjörutíu nætur?“
„Ég er á sömu skoðun og þú.
En þú hefur ekki heyrt það
bezta. Eftir rigninguna kemur
svo mikið flóð að hæsti tindur-
inn á fjallinu Ararat á að fara
í kaf, og allar manneskjur á
jörðinni eiga að drukkna. Hefur
þú heyrt annað eins? Guð má
vita hvernig honum Nóa getur
dottið slíkt í hug.“
„Jæja, svo það er út af þessu
að þið eruð að smíða þetta
skrítna hús. Hvað kallaði hann
Shobal það nú aftur? Mér þótti
nafnið svo hlægilegt. Jú, örkina
hans Nóa. Híhí. Örkin hans
Nóa!“
„Já, Tirza mín, ég skil mæta-
vel að ykkur Shobal finnist
nafnið hlægilegt,“ sagði Hanna
dauf í dálkinn. En mér er ekki
hlátur í hug, því að ég á að sjá
um að það séu ársbirgðir af mat
í örkinni.“
„Mér heyrðist þú segja fjöru-
tíu daga . . .“
„Já, en svo verður vatnið að
sjatna og það getur tekið ár.“
„Hanna, þetta er brjálæði!“
„Já, en hvað get ég gert?“
„Þegar ég heyrði þetta fyrst,
sagði ég við Shobal: „Shobal,
dóttir okkar hefur gifzt inn í
brjálaða fjölskyldu.“