Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 109

Úrval - 01.11.1954, Blaðsíða 109
FJÖRUTlU DAGAR OG FJÖRUTlU NÆTUR 107 „Nei, ég á aðallega við for- eldra Meribalar." „Ég er alveg á sama máli,“ sagði Hanna ákveðin. Ég skrepp til hennar mömmu þinnar í dag, Meribal, og þá skal ég segja benni alla söguna.“ Síðan fór Hanna í heimsókn til móður Meribalar. Þær heils- uðust innilega eins og kvenna er siður. Þegar þær höfðu heils- ast sagði Hanna: ,,En hvað veðrir er indælt — en það spillti að vísu ekki þó að hann rigndi dálítið." „Ef mér skjátlast ekki, þá fer hann bráðum að rigna,“ sagði móðir Meribalar. ,,Þú ert þá búin að heyra fréttirnar?" sagði Hanna og hló. ,,Að hugsa sér — fjörutíu daga og f jörutíu nætur. Það nær engri átt!“ ,,Er þetta satt?“ spurði móð- ir Meribalar og leit upp í loftið. ,,Já, ég er smeyk við það. En þú veizt annars hvernig hann Nói er.“ „Svona var hann Shobal líka, en ég vandi hann af því.“ „Þú kannt líka tökin á hon- um, Tirza,“ sagði Hanna og and- varpaði. „Bara að ég hefði tek- ið Nóa sömu tökum nógu snemma. Nú er það orðið of seint. Ég verð víst að halda áfram að segja já og amen við öllu meðan ég tóri.“ „Og þú trúir þessu auðvitað ekki?“ sagði Tirza. „Áttu við syndaflóðið ?“ Hanna hló. „Hvernig spyrðu, góða mín ? Heldur þú að nokkr- um detti í hug að það rigni svona lengi ?“ „Ég sagði Shobal þetta líka: Hver hefur nokkurntíma heyrt að það hafi rignt í f jörutíu daga og fjörutíu nætur?“ „Ég er á sömu skoðun og þú. En þú hefur ekki heyrt það bezta. Eftir rigninguna kemur svo mikið flóð að hæsti tindur- inn á fjallinu Ararat á að fara í kaf, og allar manneskjur á jörðinni eiga að drukkna. Hefur þú heyrt annað eins? Guð má vita hvernig honum Nóa getur dottið slíkt í hug.“ „Jæja, svo það er út af þessu að þið eruð að smíða þetta skrítna hús. Hvað kallaði hann Shobal það nú aftur? Mér þótti nafnið svo hlægilegt. Jú, örkina hans Nóa. Híhí. Örkin hans Nóa!“ „Já, Tirza mín, ég skil mæta- vel að ykkur Shobal finnist nafnið hlægilegt,“ sagði Hanna dauf í dálkinn. En mér er ekki hlátur í hug, því að ég á að sjá um að það séu ársbirgðir af mat í örkinni.“ „Mér heyrðist þú segja fjöru- tíu daga . . .“ „Já, en svo verður vatnið að sjatna og það getur tekið ár.“ „Hanna, þetta er brjálæði!“ „Já, en hvað get ég gert?“ „Þegar ég heyrði þetta fyrst, sagði ég við Shobal: „Shobal, dóttir okkar hefur gifzt inn í brjálaða fjölskyldu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.